Page 11 - Deilan mikla (1911)

Í þessu, sem hér er birt, má sjá ímynd hins komandi stríðs. Þegar
það er skoðað í ljósi Guðs orðs og við upp-lýsing heilags anda, þá
sjáum vér afhjúpuð vélabrögð hins illa og þær hættur, sem þeir verða
að forðast, sem íinnast vilja “lýtalausir” frammi fyrir Drotni þegar
hann kemur.
Það er ekki eins mikið til þess að koma fram með nýjan sannleika
um baráttu fyrri tíma, að þessi bók er rituð, eins og hitt að draga fram
grundvallar atriði og veruleika, sem snerta hina komandi viðburði.
Samt sem áður er það að þegar þetta er skoðað sem einn hluti af
deilunni milli myrkursins og ljóssins, þá sést að alt hefir það þá stefnu
að gefa nýja þýðingu og með aðstoð þess er lýst fram í ókomna
tímann, og ljósi kastað á vegu þeirra, sem verða eins og hinir fyrri
siðabótamenn, kall-aðir til þess að “bera vitni um orð Guðs og um
vitnisburð Jesú Krists”, jafnvel þótt það kosti þá tap sinnar jarð-nesku
sælu.
Til þess að skýra hina miklu deilu milli sannleika og villu; til
þess að opinbera ilsku Satans, og þau meðul, sem bezt dugi til varnar
gegn honum; til þess að leysa við-unanlega úr gátunni um hið illa;
með því að bregða slíku ljósi yfir uppruna og síðustu afmáning
syndarinnar að fullkomlega yrði skýrt réttlætið og náðin Guðs í allri
breytni hans við oss, og að sýna hið heilaga, óbreytilega eðli lögmáls
[15]
hans, alt þetta er takmark þessarar bókar. Að fyrir áhrif hennar megi
sálir frelsast frá valdi myrkr-anna og “til að fá arfleifð heilagra í
ljósinu” til dýrðar honum, sem elskaði oss og gaf sjálfan sig vor
vegna, það er einlæg bæn höfundarins.
E. G. W.
[16]