Page 10 - Deilan mikla (1911)

Jesús lofaði lærisveinum sínum: “En huggarinn, andinn heilagi,
sem faðirinn mun senda í mínu nafni, hann mun kenna yður alt og
minna yður á alt, sem eg hefi sagt yður”. “En þegar hann, sannleiks-
andinn kemur, mun hann leiða yður inn í allan sannleikann.... og
kunngjöra yður það sem koma á”. Jóh. 14: 26; 16: 13. Biblían skýrir
það greinilega að langt sé frá því að þessi loforð séu takmörkuð
eða bundin eingöngu við daga postulanna, heldur nái þau til safnað-
ar Krists á öllum öldum. Frels-arinn segir fylgjendum sínum: “Og
sjá eg er með yður alla daga, alt til enda veraldarinnar”. Matt. 28:
20.
Og Páll postuli segir að gjafir og birting andans hafi verið veitt
söfnuðinum: “Til þess að fullkomna hina heilögu, til að láta þeim
þjónustu í té, líkama Krists til uppbygg-ingar, þangað til vér allir
verðum einhuga í trúnni og þekkingunni á Guðs syni, verðum eins
og fullorðinn maður og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar”. Ef.
4: 12, 13.
Í nánu sambandi við birtingu hins mikla dags Guðs hefir Drottinn
fyrir munn Jóels spámanns lofað sérstakri úthelling anda síns. Jóel 2:
28.
Þessi spádómur var að nokkru leyti uppfyltur þegar heilagur andi
kom yfir postulana á hvítasunnudag, en hann mun fullkomlega rætast
þegar hin guðlega náð birtist, sem samfara verður síðustu boðun
náðarboðskaparins. Fyrir upplýsingu heil-ags anda hefir höfundi
þessarar bókar birst hinn langi bardagi milli góðs og ills. Smám
saman hefir mér auðn-ast að sjá það og skilja, hvernig fram hefir
farið deilan mikla milli Krists, konungs lífsins og höfundar sáluhjálp-
ar vorrar annars vegar, og Djöfulsins, konungs hins illa og höfundar
[14]
syndarinnar, þess er fyrst braut Guðs heilaga lögmál.
Með því að andi Guðs hefir opnað huga mínum að-gang að
sannindum síns heilaga orðs og sýnt mér bæði fortíð og framtíð,
hefir mér verið falið að kunngjöra öðr-um það, sem mér hefir þannig
verið opinberað — að fara yfir sögu deilunnar á umliðnum öldum, og
sérstaklega að skýra frá því á þann hátt að eg varpaði sem björtustu
ljósi á framtíðarbaráttuna, sem óðum nálgast. Til þess að gjöra þetta
hefi eg leitast við að velja og setja saman atriði í kirkjusögunni á
þann hátt að fylgja mætti full-komnun hins áreiðanlega sannleika,
sem á ýmsum tímum hefir verið veittur heiminum, sem hefir æst
hinn vonda til reiði og vakið óvild hinnar heimselskandi kirkju, og
sem fram hefir verið haldið með vitnisburði þeirra, sem “eigi var
lífið svo kært að þeim ægði dauðinn”.