kemur sannleikurinn enn þá greinilegar í ljós hjá einum, heldur en
hjá öðrum.
Með því að sannleikurinn er framsettur af mismun-andi höfund-
um, koma fram ýmsar hliðar hans; einum höfundinum finst meira til
um eitt atriði en öðrum; hann skilur þau atriði, sem eru í samræmi
við reynslu hans eða við skilning hans og eftir því, sem hann kann að
meta þau. Annar leggur áherzlu á annað atriði, og hver um sig dregur
það glöggast fram undir áhrifum heilags anda, sem föstustum tökum
nær á honum eða hans eiginn huga — því kemur fram mismunandi
hlið sannleikans hjá hverjum fyrir sig, en fullkomið samræmi er
í allri heild-inni, sem ritin mynda, og sem fullnægja þörfum allra
manna í öllum kringumstæðum og lífsreynzlu.
Guði hefir verið það þóknanlegt að birta heiminum sannleika
sinn með mannlegri aðstoð, og sjálfur hefir hann með sínum heilaga
anda gjört mennina færa til þess að framkvæma verk hans. Hann
hefir stjórnað hugsun þeirra, þegar þeir völdu orðin er þeir töluðu og
það, sem þeir skrifuðu. Fjársjóðurinn var látinn í jarðneska hirzlu,
en var engu að síður himneskur. Vitnisburðurinn er gefinn með
ófullkomlegum, mannlegum orðum. en samt er það vitnisburður
Guðs; og hið trúaða, hlýðna barn Guðs skoðar það sem dýrð guðlegs
valds, sem sé þrungið af náð og sannleika.
Frelsarinn lofaði því að heilagur andi skyldi minna þjóna hans
á orðið, og skýra og heimfæra kenningar þess. Og þar sem það var
andi Guðs, sem hefir gjört biblíuna innblásna, þá er það ómögulegt
að kenningar andans nokkru sinni gætu orðið gagnstæðar kenningum
Guðs orðs.
Andinn var ekki gefinn — og getur aldrei orðið veitt-ur —-til
þess að nema úr gildi ritninguna, því biblían segir greinilega að Guðs
orð sé mælisnúra, sem allar kenningar og öll reynsla verði að miðast
við. Jóhannes segir: “Truið ekki sérhverjum anda, því að margir fals-
[13]
spámenn eru farnir út í heiminn”. 1. Jóh. 4:1. Og Jesaja segir: “Til
lögmálsins og vitnisburðarins, ef þeir tala ekki samkvaemt þessu
orði, þá er það af því að þeir eru án ljóssins”. Jes. 8:20 (ensk þýðing).
Í samræmi við Guðs orð varð hans heilagi andi að halda áfram
starfi sínu allan útbreiðslutíma náðarboð-skaparins. Á (þeim tíma,
sem bæði gamla og nýja testa-ments var skráð, hætti heilagur andi
ekki að veita ljós, einstökum mönnum, auk þeirrar opinberunar, sem
fram kom í hinni heilögu bók.