Page 8 - Deilan mikla (1911)

Inngangur
Áður en syndin kom í heiminn, naut Adam frjálsrar umgengni
við skapara sinn, en síðan maðurinn fjarlægði sig Guði með yfir-
troðslum, hefir mannkynið verið svift þessum hlunnindum. Með
endurlausnarverkinu var samt fundið ráð til þess að jarðarbúar geti
verið í sambandi við Drottinn himnanna. Guð hefir haft samneyti
við mennina með sínum heilaga anda, og heilagt ljós hefir veizt
heiminum með opinberun til hinna útvöldu þjóna Drottins.
Á hinum fyrstu tuttugu og fimm öldum af tilveru mannkynsins,
var engin skrifuð opinberun til. Þeir sem fræddir höfðu verið af Guði,
gerðu aðra hluttakandi í þekkingu sinni, og þannig barst þekkingin
frá föður til sonar, kynslóð eftir kynslóð. Undirbúningur undir hið
skráða Guðs orð byrjaði á dögum Mósesar. Innblásnar opinberanir
voru þá skrifaðar í innblásna bók. Þetta verk hélt áfram í heil sextán
hundruð ár, — frá Móse, sögu-ritara sköpunarinnar og lögmálsins,
til Jóhannesar, skrá-setjara hins háleita sannleika fagnaðarboðskap-
arins.
Biblían bendir á það að Guð sé höfundur hennar; samt var hún
rituð af mannlegum höndum, og í hinni mismunandi framsetningu
hinna ýmsu bóka lýsir biblían einkennum eða sérkennum hinna
ýmsu höfunda. Sann-leikurinn, sem birtur var, var allur “innblásinn
af Guði”. (2. Tím. 3:16); en samt var hann framsettur í mannleg-um
orðum. Helgir menn “töluðu,.... bornir af heilögum anda”. Hinn
almáttugi Guð hefir með sínum heilaga anda veitt ljósi inn í sálir
og hjörtu þjóna sinna. Hann hefir birt sannleika sinn í draumum,
sýnum, táknum og líkingum, og þeir, sem sannleikurinn var þannig
opin-beraður, hafa sjálfir framsett hugsanirnar á mannlegri tungu.
Bækur ritningarinnar eru mjög mismunandi að framsetningu, með
[12]
því að þær eru skráðar á mismunandi tungum af mönnum, sem voru
af mismunandi stigum og höfðu mismunandi stöðu og atvinnu; auk
þess eru bæk-urnar mismunandi að því efni, sem þær fjalla um. Mis-
munandi framsetning er við höfð af mismunandi höfund-um; oft
iv