Page 7 - Deilan mikla (1911)

Til þess að vér því betur skiljum hina afar þýðingar-miklu baráttu,
sem líf alls heimsins tekur þátt í, hefir höfundurinn skýrt það fyrir
oss í lærdómsríkum atriðum frá síðustu tuttugu öldum.
Bókin byrjar á síðustu sorgardráttunum í sögu Jerusalem, hinnar
útvöldu borgar Drottins, eftir að íbúar hennar höfðu hafnað frelsar-
anum, sem til þess kom að bjarga frá glötun. Eftir það heldur hún
áfram eftir hinum mikilfengu brautum þjóðanna og bendir oss á
ofsóknir guðsbarna á fyrstu öldum; hið mikla fráfall, sem síðar átti
sér stað í kirkju Krists; endur-vakningu heimsins með siðabótinni,
sem sum atriði hinnar miklu deilu birtast greinilega í; endurvakning
ritninganna og hin blessandi og lífgandi áhrif þeirra; trúarvakningu
hinna síðustu daga; opinberun hinna víðtæku uppsprettu Guðs orðs,
með hinni undursamlegu birtingu ljóss og þekkingar til þess að vera
á móti hverri óhreinni árás blekkinga og myrkurs. Deila sú, sem nú
vofir yfir, með þeim mikilsverðu atriðum, sem henni eru samfara
og engum geta verið óviðkomandi, er skýrð í eðli sínu á ljósan,
skiljanlegan og sannfær-andi hátt.
Að síðustu er oss skýrt frá hinum eilífa og dýrðlega sigri hins
góða yfir hinu illa, hins rétta yfir hinu ranga. ljóssins yfir myrkr-
inu, vonarinnar yfir örvæntingunni, dýrðarinnar yfir smáninni, lífs-
ins yfir dauðanum, og eilífs umburðarlyndis og kærleika yfir hinu
hefnigjarna hatri.
ÚTGEFENDURNIR.
[11]