98
Deilan mikla
meiru til leiðar á hverjum einasta degi en mögulegt virtist einum
manni. Penni hans var aldrei að- gerðarlaus. Óvinir hans töldu sér
[137]
trú um að hann hefði verið látinn þagna, en urðu þó brátt forviða á
þeirri sönn-un sem þeir fengu fyrir því að hann var enn starfandi.
Fjöldi flugrita birtist frá honum út um alt þýzkaland. Auk þess vann
hann samlöndum sínum ómetanlegt gagn með því að þýða nýja
testamentið á móðurmál þeirra— þýzku. Frá þessum stað hélt hann
áfram nálega í heilt ár að útbreiða náðarboðskapinn og finna að
spillingu þeirrar aldar.
En það var ekki einungis til þess að bjarga Lúter frá óvinum
hans, eða til þess að veita honum ró og næði að Drottinn hafði hagað
því svo að hann yfirgaf í bráðina opinber störf. Það var enn þá meira
virði en þetta hvort-tveggja, sem af því leiddi. Þar sem Lúter var
einmana og afskektur var hann útilokaður frá áhrifum annara og lofi
mannanna. Hann var á pann hátt frelsaður frá hroka -og stærilæti,
sem oft fylgir sigurvinningum, í hvaða mynd sem er.
Þegar menn gleðjast yfir því frelsi sem sannleikur-inn flytur þeim,
er þeim hætt við að upphefja þá sem Drottinn notar sem verkfæri til
þess að brjóta hlekki villukenninganna og hindurvitnanna. Djöfullinn
reynir að snúa hugsun mannanna og tilfinningum frá Guði og binda
þær við jarðneskar athafnir; hann kemur mönnum til þess að dýrka
verkfærið, en fyrirlíta höndina sem því stjórnar og ræður fyrir öllum
viðburður alvizkunnar. Það er of algengt að kirkjulegir leiðtogar
gleyma því þannig að þeir eiga alt sitt Guði að þakka og eru aðeins
verkfæri í hans hendi; þeim er hætt við að leggja áherzlu á mann-
legan kraft og snúast til sjálfsdýrkunar. Þeir reyna því að stjórna
hugsun og samvizkum fólksins, sem verður það á að líta upp til
þeirra til leiðsagnar, í stað þess að snúa sér til Guðs. Verkum Drottins
er oft seinkað einmitt fyrir þetta hugarfar þeirra sem eiga að leysa
þau af hendi. Frá þessu ætlaði Guð að vernda siðabótina. Hann vildi
láta það starf bera vitni um sig en ekki um mennina. Augu manna
hvíldu á Lúter, sem framberanda sannleik-ans; hann var nú látinn
vera fjarlægur þeim til þess að augu þeirra mættu líta þann, sem öllu
stjórnar — höfund sannleikans.
[138]