Lúter frammi fyrir ríkisþinginu
97
Drottinn hafði fundið ráð til þess að þjónn hans kæm-ist undan
yfirvofandi hættu á tímum neyðarinnar. Vakað hafði verið yfir öllum
hreyfingum Lúters og trúfast hjarta hafði ákveðið að bjarga honum.
Það lá í augum uppi að páfavaldið í Róm mundi ekki gera sér gott af
[136]
neinu minna en dauða hans. Það var að eins með því að fara í felur,
að hægt var að bjarga honum úr ljónskjaft-inum. Drottinn veitti
Friðrik Saxlandsstjórnara hugvit til þess að finna ráð er bjargaði
siðbótarmanninum. Stjórnandinn fékk vini sína í lið með sér og
fundu þeir ráð til þess að leyna Lúter fyrir vinum og fjandmönnum.
Þegar hann var á ferðinni heim var hann tekinn fastur, fluttur burt
frá félögum sínum og farið með hann í skyndi í gegn um skóg til
kastalans í Wartburg. Bæði handtekn-ing hans og leynd voru svo
óskiljanleg flestum að jafnvel Friðrik sjálfur vissi ekki lengi hvert
hann hafði verið fluttur eða hvar hann var falinn. Þetta var alt af
yfir-lögðu ráði; Á meðan Friðrik Saxlandsstjórnari vissi ekki hvar
Lúter var, gat hann auðvitað ekki sagt til hans. Hann var viss um það
með sjálfum sér að honum liði vcl, og það var honum nóg.
Vorið leið, sumarið leið, og haustið leið; veturinn kom og Lúter
var kyr í fangelsinu. Alexander og fylgjend-ur hans voru frá sér
numdir af gleði, þar sem þeir með sjálfum sér voru sannfærðir um
að Ijós náðarboðskapar-ins væri svo að segja sloknað. En þeim
skjátlaðist. Lúter var að tendra ljós sitt með uppsprettu sannleik-ans,
og það ljós átti fyrir sér að liggja að skína miklu bjartara en nokkru
sinni fyr.
Lúter var öruggur og leið vel í fangelsinu í Wartburg og fagnaði
hann nú frelsinu frá hita og hávaða þess stríðs, sem hann hafði átt
í. En ekki var það lengi, sem hann var ánægður með kyrðina og
rósemina. Hann var vanur starfsömu lífi og stríði og tók það því
nærri sér að vera kyr og aðgerðarlaus. Á þessum dögum einverunnar
skoðaði hann kirkjuna í huga sér og hrópaði upp í örvænt-ingu:
“
Mikil skelfing; enginn er sá á þessum síðustu og verstu dögum
sem standi upp beinn og óbifandi frammi fyrir Drotni og frelsi
Ísraelslýð”.
Nú fór hann aftur að hugsa um sjálfan sig, og hann hélt að hann
yrði kærður um hugleysi fyrir það að flýja af hólmi; og hann ámælti
sjálfum sér fyrir eigingirni og hroka. Samt sem áður kom hann
D’Aubigné, 9. bók, 2. kap.