Page 100 - Deilan mikla (1911)

96
Deilan mikla
hjartnanna, er mér vitni þess aö eg er reiðubúinn að hlýða yðar hátign
í allri undir-gefni, í meðlæti og mótlæti, í lífi og í dauða undantekn-
ingarlaust, nema því að eins að það komi í bága við Guðs orð, því
af krafti þess lifum vér. Í öllum hörmungum þessa lífs skal trú mín
vera óhagganleg, því það hefir engin áhrif á sáluhjálp manna hvort
þeir vinna eða tapa í veraldlegum efnum. En þegar um eilífðarmálin
[135]
er að ræða, þá er það ekki vilji Drottins að vér beygjum oss undir
vald mannanna. Því slík undirgefni í andlegum efnum er veruleg
tilbeiðsla og heyrir því einungis til skapara vorum.
Á leiðinni frá Worms var jafnvel tekið á móti Lúter með enn þá
meiri viðhöfn en þegar hann kom þangað. Konunglegir klerkar buðu
velkominn hinn bannfærða munk, og borgaralegir embættismenn
heiðruðu manninn sem keisarinn hafði fordæmt. Hann var beðinn
að halda ræður, og þrátt fyrir bannfæringuna fór hann samt upp í
ræðustólinn: “Eg hefi aldrei lofað því að setja Guðs orð í fjötra”,
sagði hann. “Ekki heldur kom mér til hug-ar að gjöra það”.
Ekki var langt liðið frá því hann fór frá Worms og þangað til páfa
fulltrúarnir lögðu fast að keisaranum að gefa út bann gegn honum. Í
þessu banni var Lúter for-dæmdur sem “Satan sjálfur í mannsgerfi
og klæddur í munkakápu”.
Því var lýst yfir að þegar griðaloforðið
hefði verið haldið og sá tími væri útrunninn, sem það næði yfir, þá
skyldu ráð tekin til þess að stöðva verk hans. Öllum var bannað
að hýsa hann; að gefa honum mat eða drykk eða að veita honum
nokkra líkn eða aðstoð leynt eða ljóst, í orði eða verki. Hann var
ófriðhelgur og átti að handsama hann hvar sem hann næðist og fá
hann í hendur yfirvöldunum. Fylgjendur hans átti einnig að setja í
fangelsi og eignir þeirra að vera gerðar upptækar. Ritverk hans átti
að brenna og loksins var því lýst yfir að hver sem gerði sig sekan í
því að hjálpa honum eða brjóta bannið að nokkru leyti, skyldi sjálfur
undir sama banni. Stjórnandinn í Saxlandi og þeir embættismenn
sem vinveittastir voru Lúter höfðu farið frá Worms skömmu eftir að
hann fór þaðan og bann keisarans var samþykt á þinginu. Nú var
glatt á hjalla hjá hinum róm-versku páfafulltrúum. Nú töldu þeir það
víst að dauða-dómur siðbótarinnar hefði verið uppkveðinn.
D’Aubigné, 7. bók, 11. kap.
D’Aubigné, 7. bók, 11. kap.
Martyn, 1. hefti, 420. bls.