Page 99 - Deilan mikla (1911)

Lúter frammi fyrir ríkisþinginu
95
samkomu bent á hlekki sína og minti keisarann á griðarofin, og
hann sagði hátt og einarðlega: “Eg ætla mér ekki að þurfa að bera
samskonar kinnroða og Sigismundur!
Samt sem áður hafði Karl keisari af ásettu ráði mót-mælt þeim
sannleika sem Lúter hélt fram: “Eg hefi staðfastlega ákveðið að
fylgja fordæmi fyrirrennara minna”,
skrifaði hann. Hann hafði
ákveðið að víkja ekki úr vegi venjunnar, jafnvel til þess að tala
[134]
sannleik-ann og taka málstað hins rétta. Hann ætlaði að halda fast
við páfatrúna vegna þess að forfeður hans gerðu það, þrátt fyrir
alla hennar grimd og spillingu. Hann tók þannig þá stefnu að hafna
fyrirfram öllu ljósi, sem kæmi í bága við það myrkur, sem feður hans
höfðu haldið fast við, og sömuleiðis ásetti hann sér að gera enga
skyldu, sem þeir höfðu ekki gert.
Margir eru þeir þann dag í dag, sem þannig bíta sig fasta í venju
forfeðra sinna. Þegar Drottinn sendir þeim auka ljós, neita þeir að
veita því móttöku, vegna þess að það hafi ekki veizt forfeðrum
þeirra, og því megi þeir ekki taka því. Vér höfum öðrum skyldum
að gegna en feður vorir; vér lifum á öðrum tímum og köllun vor og
ábyrgð er því alt önnur en þeirra. Vér réttlætum ekki s jálfa oss í
augum Drottins með því að fylgja að öllu forfeðrum vorum, þegar
um skyldustörf vor er að ræða; vér eigum að leita í Guðs orði að
því hverjar séu skyldur vorar og reyna að finna sannleikann sjálfir.
Ábyrgð vor er meiri en forfeðra vorra. Vér njótum þess ljóss er þeir
nutu og vér höfum erft frá þeim, en vér njótum einnig aukins ljóss,
sem oss skín nú frá orði Guðs, og á því berum vér ábyrgð að færa
oss það í nyt.
Innan skamms skipaði páfinn Lúter að hverfa heim, og hann
vissi að þá yrði ekki langt eftir fordæmingunni að bíða. Ógnandi ský
hvíldu yfir honum, en þegar hann fór frá Worms var hjarta hans fult
af gleði og lofgjörð: “Sjálfur Djöfullinn hélt vörð um páfabústaðinn”,
sagði hann. “En Kristur hefir brotið stórt skarð í þann múr og Satan
varð að játa að Drottinn er voldugri en hann”.
Þegar Lúter var farinn hugsaði hann sér að rita keisaranum, til
þess að vera viss um að staðfesta sín yrði ekki misskilin sem upp-
reist; hann skrifaði honum á þessa leið: “Guð, sem er rannsakari
Lenfonts saga um þingnefndina I Konstanz, 1. bindi, 422. bls.
D’Aubigné, 7. bók, 9. kap.
D’Aubigné, 7. bók, 9. kap.