Page 98 - Deilan mikla (1911)

94
Deilan mikla
lærðu stjómenda þjóðarinnar. Nokkrir stjórnendanna lýstu óhikað
yfir að Lúter hefði á réttu máli að standa; margir voru sannfærðir
um málstað hans og snerust til sannrar trúar í svipinn, en hjá sumum
var-aði hún ekki lengi. Þar var enn einn flokkur manna, sem ekki
hafði látið í ljósi skoðun sína; þeir sem honum til-heyrðu höfðu
rannsakað biblíuna sjálfir, og þeir urðu síð-ar eindregnir starfsmenn
siðabótarinnar.
Friðrik stjórnandi hafði biðið með eftirvæntingu eftir því að
Lúter mætti fyrir þinginu, og hlustaði hann á ræðu hans með hrærðu
hjarta. Hann fann til gleði og ánægju yfir því hversu hugrakkur
og einlægur Lúter var og hversu mikið vald hann hafði á sjálfum
sér; sömuleiðis hversu hann virtist ákveðinn í því að verja skoðanir
[133]
sínar og kenningar. Hann bar saman í huga sér þá, sem deilan var á
milli, og sá hann þá að speki páfanna, konunganna og höfðingjanna
hafði orðið að engu, þegar hún mætti afli hins mikla sannleika.
Páfavaldið hafði biðið ósigur, sem allar þjóðir á öllum öldum hlytu
að viðurkenna.
Tvær ósamhljóða skoðanir komu nú fram meðal þeirra, sem á
þinginu voru mættir. Sendiherrar og full-trúar páfans kröfðust þess
enn að vernd sú er Lúter hafði verið heitin skyldi að engu virt og
ekki haldin. “Aska hans ætti að kastast í fljótið Rín”, sögðu þeir,
eins og aska Jóhanns Húss fyrir heilli öld”. En höfðingjarnir og
stjórnendurnir á Þýzkalandi mótmæltu slíkum svikum, þrátt fyrir
það þótt þeir væru páfatrúar og svarnir óvinir Lúters; töldu þeir
slíkt vera óafmáanlegan blett á þjóð-inni og til hnekkis fyrir heiður
hennar. Þeir bentu á þær illu afleiðingar, sem dauði Jóhanns Húss
hafði haft í för með sér og lýstu því yfir að þeir dirfðust ekki að
steypa Þýzkalandi í aðra eins ógæfu aftur eða leiða slíka smán yfir
hinn unga stjórnanda.
Svar Karls keisara sjálfs við þeirri uppástungu að svíkja loforðið
við Lúter, var á þessa leið: “Þótt orð-heldni og samvizkusemi væru
að öðru leyti útlæg gerð af allri jörðinni, þá ætti slíkt aldrei að koma
neinum stjórn-anda til hugar”.
Enn þá var lagt fast að honum af þeim sem mest höt-uðu Lúter,
og röggsamlegast ráku erindi páfans, að fara með Lúter eins og
Sigismundur hafði farið með Jóhann Húss. — Það er að segja að
fá hann í hendur kirkjuvaldinu til dóms og meðferðar. En Karl V.
mundi þann atburð í sögunni, þegar Jóhann Húss hafði á opin-berri