Lúter frammi fyrir ríkisþinginu
93
ingar voru hér það sama sannfæringarafl, sem rómverska kirkjan var
vönust að beita.
Talsmaður þingsins hóf máls og sagði: “Viljir þú ekki afturkalla
kenningar þínar, þá koma þeir keisarinn og stjórnendur landsins sér
saman um það hvað gera skuli við óbetranlegan villutrúarmann”.
Vinir Lúters, sem með djúpri gleði höfðu hlustað á ræðu hans,
fyltust ótta og skelfingu við þessi orð, en sjálfur sagði Lúter ör-
uggur og rólegur: “Guð minn veri verndari minn, því eg get ekkert
afturkallað”.
Nú var honum sagt að fara af þinginu, á meðan stjórnendurnir
bæru saman ráð sín. Menn höfðu það á meðvitundinni að um ein-
hverja mikilvæga breytingu væri nú að ræða. Staðfesta Lúters í því
að neita að afturkalla orð sín gat haft þær afleiðingar, sem áhrif hefðu
[132]
á kirkjuna um komandi aldir. Það var ákveðið að veita honum eitt
tækifæri enn til þess að afturkalla kenn-ingar sínar. í síðasta skifti
var hann enn leiddur inn á þingið. Enn þá var hann spurður hvort
hann vildi afturkalla orð sín: “Eg get engu öðru svarað”, sagði hann,
“
en því, sem eg hefi þegar svarað”. Það var nú auðsætt að ekki var
hægt að sveigja hann til hlýðni; hvorki með loforðum né hótunum
fékst hann til þess að beygja sig undir vald páfans í Róm.
Fulltrúar páfans höfðu getað látið konunga og keis-ara og stjórn-
endur skelfast vald sitt og lúta því, en hér var umkomulítill munkur
sem bauð því byrginn, og gramd-ist þeim það meira en með orðum
verði lýst. Þá fýsti að láta hann finna til valds síns og reiði sinnar,
með því að kvelja úr honum lífið; en Lúter skildi það í hversu mikilli
hættu hann var staddur, og hafði gætt þess að tala við alla með kristi-
legri stillingu og gætni. Enginn sjálfsþótti heyrðist í orðum hans;
enginn ofsi fylgdi þeim og engar flækjur voru þeim samfara. Hann
hafði svo að segja gleymt sjálfum sér og hinum miklu og voldugu
mönnum, sem umhverfis hann voru, og fundið að eins til þess að
hann stæði frammi fyrir augliti þess, sem væri eilíflega æðri páfum,
prestum, konungum og keisurum. Það var eins og Kristur sjálfur
hefði talað fyrir munn Lúters, með þeim krafti og því valdi að það
gagntók með hátíðleik hugi allra; óvina jafnt sem vina. Andi Drottins
hafði verið nálægur á þessu þingi og hafði haft áhrif á hjörtu hinna
D’Aubigné, 7. bók, 8. kap.
D’Aubigné, 7. bók, 8. kap.