92
Deilan mikla
Hugir margra stjórnendanna veru svo blindaðir af villukenning-
um og hjátrú, að þeir sáu ekki í fyrstu kraft þann er fólst í röksemdum
Lúters, en þegar hann endur-tók ræðu sína opnuðust augu þeirra og
þeir skildu greini-lega hvað hann fór.
Þeir sem vísvitandi lokuðu augum sínum fyrir ljós-inu og höfðu
ásett sér að láta ekki sannfærast um sann-leikann, urðu æfa reiðir yfir
því hversu mikill kraftur og sannfæring fylgdu orðum Lúters. Þegar
hann þagn-aði sögðu þeir í reiði sinni sem orð höfðu fyrir þinginu:
“
Þú hefir ekki svarað spurningunni, sem til þín var beint .... Þér er
skipað að koma með skýrt og ákveðið svar. .... Viltu eða viltu ekki
afturkalla rit þín og kenningar? “
Lúter svaraði: “Með því að yðar hávirðugheit og mikla vald krefst
þess að eg svari skýrt og skorinort, skal ekki standa á því; svar mitt
er þetta: Eg get ekki gefið trú mína á vald páfans né dómstólanna,
þar sem það er eins skýrt og dagsljósið að þeim hefir oft skjátlast og
[131]
þeir komið hvorir í bága við aðra. Þess vegna er það að nema því
að eins að eg verði sannfærður um það með vitnisburði heilagrar
ritningar, eða með skýrum rök-semdum; nema eg fái sönnun fyrir
því gagnstæða á þann hátt sem eg hefi sagt og samvizka mín með því
bjóði mér það samkvæmt orði Drottins, þá hvorki get eg afturkallað
kenningar mínar né heldur vil eg gera það. Því það er óvarlegt fyrir
kristinn mann að tala á móti sannfæringu sinni. Hér stend eg, annað
get eg ekki; Guð hjálpi mér. Amen”.
Allur þingheimur var sem steini lostinn um tíma og enginn kom
upp nokkru orði. Þegar Lúter svaraði fyrst hafði hann talað lágt, með
virðingu og jafnvel undirgefni í látbragði og framkomu. Rómverjar
skildu þetta þannig að það væri vottur um linun og Lúter væri að því
kom-inn að gefast upp. Þeir skildu beiðni hans um frest að-eins sem
fyrirboða um afturköllun. Hugrekki það og styrkur sá sem hann nú
sýndi, janfnframt rökfærslum hans og skýrleika, fyltu alla undrun.
Keisarinn komst við af aðdáun og sagði: “Þessi munkur talar með
óbif-andi sannfæringu og ósigrandi hugrekki”. Margir þýzkir heldri
menn og stórmenni hlustuðu og horfðu á þennan fulltrúa þjóðar
sinnar með fögnuði og stolti. Páfavaldið frá Róm hafði í raun og
sannleika orðið undir. Málstaður þess var sérstaklega ískyggilegur.
Það reyndi að beita ofbeldi, en forðaðist að vitna í Guðs orð. Heit-
D’Aubigné, 7. bók, 8. kap.