Lúter frammi fyrir ríkisþinginu
91
ekki verið alinn upp í konunga höllum, heldur í einveru klaustursins”.
Síðan hélt hann áfram að tala um spurninguna. Hann lýsti því
yfir að orð þau er hann hefði ritað væru ekki öll sama eðlis. Í sumum
þeirra kvaðst hann hafa talað um trú og góðverk, og jafnvel óvinir
sínir segðu að þau væru ekki einungis meinlaus, heldur jafnvel gagn-
leg. Að afturkalla þau orð væri sama sem að fordæma sannleika,
sem öllum kæmi saman um; það gæti ekki komið til nokkurra mála.
Annað sem hann hefði ritað væru staðhæfingar, þar sem hann setti
sig upp á móti spillingu og svívirðum páfakenninganna. Það að aft-
urkalla þau orð væri sama sem að styrkja harðstjórnina í Rómaborg
og opna dyrnar fyrir fleirum og stærri syndsamlegum athöfnum. Enn
þá væri eftir sig sú tegund rita, þar sem hann hefði ráði. st á einstaka
menn, sem hefðu varið þá ósvinnu sem tíðkað-ist; að því er þau rit
snerti kvaðst hann fúslega geta iátað að hann hefði farið lengra en
góðu hófi gegndi.
[130]
Hann kvaðst ekki halda því fram að hann væri ámælis-laus; en
þó kvaðst hann ekki samvizku sinnar vegna geta tekið þessi rit aftur,
því það væri til þess að auka dirfsku hjá óvinum hinnar guðlegu
opinberunar, og gætu þeir þá notað tækifærið til þess að ofsækja með
enn meiri grimd þjóna Drottins. “Samt sem áður er eg að eins maður
en ekki Guð”, sagði hann. “Eg mun þess vegna verja sjálfan mig
eins og Kristur gerði og segja: “Hafi eg eitthvað rangt sagt, þá berið
vitni um þau rangindi”..... Í nafni Guðs miskunnar bið eg yður, allra
hæsti keisari og yður hávirðulegu herrar og yður alla sem hér eruð,
hver sem er stétt yðar eða staða, að sanna með ritum spá-mannanna
og postulanna að eg hafi vikið út frá sannleik-anum. Jafnskjótt og
eg er sannfærður um það, skal eg afturkalla hverja einustu villu, og
verða fyrsti maður til þess að taka mínar eigin bækur og kasta þeim
á bálið”.
Lúter hafði talað á þýzku; nú var þess krafist af honum að hann
endurtæki sömu ræðu á latínu. Þótt hann væri aðfram kominn vegna
fyrri áreynslu, þá hlýddi hann þessu og flutti aftur ræðu sína með
sama skýrleik og krafti og hann hafði gert áður. Almætti Guðs
stjórnaði tungu hans og veitti honum þrek og krafta.
D’Aubigné, 7. bók, 8. kap.
D’Aubigné, 7. bók,. 8. kap.