90
Deilan mikla
yfirgangi þessara voldugu manna hér í heimi En verkið er þitt, .... og
það er réttlátt mál og eilíft. Ó, Drottinn, hjálpa þú mér! Trúfasti og
óumbreytanlegi Guð, eg byggi ekki traust mitt á neinni mannlegri
veru ... Alt það sem mannlegt er breytist, alt mannlegt breytist pú
hefir útvalið mig til þess að vinna verk þitt. Vertu hjá mér, fyrir sakir
þíns elskulega sonar Jesú Krists, sem er skjól mitt og skjöldur vernd
mín og verja og mitt sterka vígi”.
Hin alvitra forsjón hafði látið Lúter gera sér grein fyrir þeirri
hættu, sem hann var staddur í, hafði látið hann finna til þess að
hann gat ekki treyst sjálfum sér og hlaupið hugsunarlaust út í hættu.
Það var þó ekki ótti fyrir persónulegum kvölum sjálfs hans, sem
skelfdi hann; ekki ótti fyrir dauðanum, sem virtist vofa yfir honum
og vera óumflýjanlegur. Hann var kominn að því takmarki, þar sem
ekki var um annað að gera en annað hvort hrökkva eða stökkva, og
hann fann til síns eiginn vanmáttar. Vegna veikleika hans gat það
verið að mál-efnið liði og tapaði. Hann grátbændi ekki Drottinn
um það að bjarga honum sjálfum, heldur að vernda málefnið —
[127]
[128]
[129]
sannindi gleðiboðskaparins. Friðurinn kom aftur yfir sálu hans og
hann gladdist yfir því að mega vitna um orð Drottins frammi fyrir
stjórnendum veraldarinnar.
Þegar aftur var farið með hann inn á þingið, sást ekki á honum
vottur um neinn ótta né skelfingu. Hann var rólegur og friður ríkti yfir
honum; hann kom fram með hugrekki sem mikill og göfugur maður;
hann stóð eins og vitni Guðs meðal hinna voldugu manna á jarðríki.
Embættismaður stjórnarinnar krafðist þess nú að hann svaraði þeirri
spurningu, hvort hann vildi afturkalla kenn-ingar sínar. Lúter svaraði
lágt og auðmjúklega, án alls ofsa eða mótþróa. Framkoma hans var
róleg og vakti virðingu, en hann virtist hafa svo mikið traust og gleði
til að bera að allir undruðust:
“
Allra virðulegasti keisari; háttvirtu stjórnendur; náðugu lávarð-
ar”, sagði Lúter. “Eg mæti frammi fyrir yður á þessari stund, sam-
kvæmt þeirri skipun sem þér gáfuð mér í gær; og í nafni Guðs
miskunnar bið eg yðar miklu hátign og yðar mikilleik að hlusta allra
mildileg-ast á vörn þess málefnis, sem eg er viss og sannfærður um
að er rétt og satt. Ef það kynni að henda mig af fá-vizku að eg mis-
byði réttarfarinu, þá bið eg yður að fyrir-gefa mér það; því eg hefi
D’Aubigné, 7. bók, 8. kap.