Lúter frammi fyrir ríkisþinginu
89
ættismaður ríkisins, benti á safn af ritum Lúters og heimtaði að
siðabótamaðurinn svaraði tveimur spurningum; í fyrsta lagi hvort
hann kannaðist við að þetta væru rit hans og í öðru lagi hvort hann
væri til þess fús að afturkalla þær kenningar, sem hann hefði haldið
þar fram. Þegar lesin höfðu verið nöfn ritanna, svaraði Lúter því að
viðvíkjandi fyrri spurningunni væri það að segja að ritin væru eftir
sig: “Að því er seinni spurningunni viðvíkur”, sagði hann, “sé eg
það að um trú er að ræða og sáluhjálp manna, og orð Guðs, sem er
mesti og dýrmætasti fjársjóður vor bæði á himni og jörðu; væri það
því óhyggilegt af mér að svara án umhugsunar. Svo mætti fara að eg
héldi ekki fram eins miklu og kring-umstæðurnar krefjast eða að eg
héldi fram meiru en sannleikurinn krefst og syndgaði þannig á móti
þessum orðum Krists: “Hlver sá sem afneitar mér fyrir mönnum,
honum mun eg afneita fyrir föður mínum á himnum”, þess vegna
bið eg yðar hátign, í einlægni og undirgefni, að veita mér tíma til
umhugsunar, til þess að svar mitt geti orðið þannig að eg ekki syndgi
gegn hinu heilaga orði Drottins”.
Næsta dag átti Lúter að koma fram og svara til fullnustu. Um
tíma lá við að hann misti kjarkinn, þegar hann hugsaði um hina
voldugu höfðingja og hin miklu völd og brögð, sem hann átti við
[126]
að etja og í samsæri höfðu svarist gegn kenningum sannleikans.
Trú hans veiklaðist; hann varð gagntekinn af ótta og skelfing horfði
honum í augu. Örvæntingar ský huldu fyrir honum alt útsýni og földu
fyrir sjónum hans augsýn Drottins. Hann þráði að fá sannfæring fyrir
því að Drottinn her-skaranna væri í verki með honum. Hann fleygði
sér flötum til jarðar í örvæntingu og úthelti hjarta sínu og sál sinni
með þessum sundurslitnu grátbænum, sem eng-inn getur skilið nema
Guð einn:
“
Ó, þú almáttugi og eilífi Guð. Ó, hversu hræðilegur er þessi
heimur! Sjá, hann opnar munn sinn til þess að svelgja mig lifandi,
og eg hefi ekki nógu mikið traust á þér. Ef alt mitt traust á að vera
bygt á þessum heimi, þá er úti um mig Mín síðasta stund er þegar
komin: hún hefir verið ákveðin ó, Guð, hjálpa þú mér gegn allri
slægð veraldarinnar; bænheyr mig og veit mér þetta; þú einn getur
það — því þetta er ekki mitt verk, heldur þitt. Eg hefi hér ekkert starf
að vinna; eg hefi hér ekk-ert til þess að sækjast eftir né verja fyrir
D’Aubigné, 7. bók, 8. kap.