88
Deilan mikla
var eindreginn á bandi páfans sagði: “Vér höfum lengi borið saman
ráð vor um þetta mál. Mín ráð eru þau að yðar hátign sjái svo um að
vér losnum við þennan mann tafarlaust. Lét ekki Sigismundur brenna
Jóhann Húss? Vér erum að engu leyti til þess skyldugir að standa
við það loforð, sem vér höfum gefið, að hann skuli vera verndaður.
Þegar um villutrúarmann er að ræða hafa þess konar loforð ekkert
gildi”. “Þetta er fjarstæða”, svaraði keisarinn, “Vér verðum að halda
orð vor og eiða hver sem í hlut á”.
Það var því ákveðið að siðbótamaðurinn fengi að skýra mál sitt
frammi fyrir þinginu og að honum skyldi veitt áheyrn.
Næsta dag var Lúter boðaður til þess að mæta. Embættismaður
ríkisins var útnefndur til þess að fylgja honum inn í þingsalinn, og
þó var það með mestu erfiðis-munum að hann komst þangað. Allar
götur voru fullar af áhorfendum; allir vildu sjá munkinn, sem hafði
þorað að setja sig upp á móti valdi páfans.
Loksins var Lúter kominn fram fyrir þingið. Keisarinn sat í
hásætinu. Umhverfis hann voru öll mestu stórmenni landsins, Aldrei
hafði nokkur maður mætt fyrir hátíðlegri rétti, né voldugri skara,
en þeim sem Lúter átti nú að verja mál sitt fyrir: “Þessi viðburður í
sjálfu sér var sigurboði sannleikans yfir villu páfadóms-ins. Páfinn
hafði bannfært þennan mann og nú stóð hann frammi fyrir dómstóli,
sem með því að dæma í mál- inu, setti sjálfan sig upp yfir vald og
[125]
skipanir páfans. Páfinn hafði bannfært hann og lýst því yfir að hann
væri og skyldi vera útskúfaður frá öllu mannlegu félagi, og samt
var honum stefnt með kurteisum orðum og veitt móttaka af hinum
tígnasta dómstóli veraldarinnar. Páf-inn hafði fordæmt hann og mælt
svo fyrir að hann skyldi þegja og honum ekki leyft að mæla orð að
eilífu, en nú átti hann að flytja ræðu frammi fyrir mörgum þúsundum
manna, sem saman höfðu safnast frá öllum löndum og landshlutum
hins kristna heims. Stórkostleg bylting hafði þannig átt sér stað fyrir
áhrif Lúters. Rómverska valdinu hafði þegar að nokkru leyti verið
hrundið af stóli; og það var umkomulaus munkur, sem hafði komið
þessu öllu til leiðar”.
Lúter var leiddur beint fram fyrir hásæti keisarans. Djúp þögn
ríkti í þingsalnum, sem troðfullur var af fólki. Síðan stóð upp emb-
Sama bók, 7. b., 8. kap.
D’Aubigné, 7. bók, 8. kap.