Page 91 - Deilan mikla (1911)

Lúter frammi fyrir ríkisþinginu
87
með hræðilegri nákvæmni blekkingum og óguð-leik páfadómsins
og hinum voðalegu afleiðingum þess.
Öflugri og sterkari fordæmingu páfasvívirðinganna hefði Lúter
ekki getað borið fram sjálfur. Og það sem gaf ræðu hans meiri þunga
og sannfæringarkraft var það að hann var svarinn óvinur Lúters.
Ef augu þingmannanna hefðu verið opin, þá hefðu þeir getað
séð engla Drottins standa mitt á meðal þeirra. dreifandi ljósgeislum
sannleikans út í myrkur villukenn-inganna og opnandi huga og hjörtu
manna til móttöku sannleikans. Það var kraftur Drottins, sannleikans
og vizkunnar, sem stjórnaði jafnvel óvinum siðbótarinnar og ruddi
þannig braut hinu mikla verki, sem bráðlega átti að vinnast. Martin
Lúter var ekki viðstaddur, en rödd annars, sem enn þá var voldugri
en Lúter, hafði látið til sín heyra á þessu þingi.
Þingið heimtaði nú að Lúter kæmi fram þar á staðnum; keisarinn
varð við þeirri kröfu og Lúter var stefnt að mæta. Stefnunni fylgdi
loforð um vernd og það ábyrgðist að Lúter kæmist hindrunarlaust á
óhultan stað. Þessi boð voru borin til Wittenberg af sendisveíni, sem
það var falið á hendur að fylgja Lúter til Worms.
Lúter átti ekki að fara aleinn í þessa hættulegu ferð; auk keis-
arasveinsins ákváðu þrír trúustu vinir hans að fara með honum.
Melankton vildi endilega fara; hann unni Lúter af öllu hjarta og
þráði mjög að fylgja honum, þótt ferðin endaði í fangelsi eða á bál-
inu, ef verkast vildi. En honum var neitað um að fara. Ef það ætti
fyrir Lúter að liggja að missa lífið í sambandi við þessa ferð, þá
urðu hinir ungu og hraustu samverkamenn hans að taka starfið sér
[124]
á herðar og halda því áfram. Þegar Lúter kvaddi Melankton sagði
hann: “Komi eg ekki aftur, og óvinir mínir stytti mér aldur, þá halt þú
áfram að kenna og vertu stöðugur í sannleikanum; starfaðu í staðinn
minn”.
Þegar Lúter kom til Worms kom múgur og marg-menni saman
við borgarhliðin að fagna honum. Jafnvel hafði aldrei eins margt fólk
komið saman til þess að fagna keisaranum sjálfum. Páfakirkjumenn
höfðu ekki búist við að Lúter mundi dirfast að koma til Worms og
mæta fyrir þessu þingi, og skaut þeim því skelk í bringu þegar hann
kom. Keisarinn kallaði tafarlaust saman ráðgjafa sína til þess að
ákveða hvaða stefna skyldi tekm í málinu. Einn af biskupunum, sem
D’Aubigné, 7. bók, 7. kap.