Page 90 - Deilan mikla (1911)

86
Deilan mikla
var auglýst bannið á Lúter og því lýst yfir að hann væri rekinn úr
kirkjunni; þetta atriði og ákafi páfafulltrúans kom keisaranum til
þess að láta undan. Hann skrifaði því stjórn-andanum á Saxlandi
og sagði honum að ef Lúter vildi ekki taka aftur kenningar sínar, þá
yrði hann að vera kyr í Wittenberg.
Alexander páfafulltrúi var ekki ánægður með þetta, heldur beitti
hann allri sinni slægð og allri sinni frekju til þess að fá Lúter dæmdan
á þinginu. Loksins hafði páfafulltrúinn svo mikil áhrif á keisarann að
hinn síðar-nefndi sagði hinum að skýra mál sitt fyrir þinginu. “Nú var
upp runninn merkur dagur fyrir páfavaldið. Þingið var afar fjölment
og málefnið var ósegjanlega mikils virði. Nú átti Alexander að
bera fram mál rómversku kirkjunnar. Hann var frábærlega mælskur
og hafði hon-um aldrei tekist betur en í þetta skifti. Almættinu
hafði þóknast að láta þann koma fram með mál kirkjunnar í Róm,
sem til þess væri færastur allra mælskumanna, frammi fyrir hinni
hátíðlegustu samkomu og hæsta dóm-stóli, áður en þessi sama kirkia
yrði fordæmd”.
Ræða páfafulltrúans hafði afar djúp áhrif á þingið. Þar var enginn
Lúter staddur til þess að koma fram með hreint og óblandað orð
Drottins og hrekja ræðu páfafull-trúans. Engin tilraun var til þess
gerð að verja siðbóta-manninn. En sá sigur sem þegar sýndist unninn
var undanfari ósigurs. Hér eftir átti mönnum að verða aug-ljósari
mismunurinn milli sannleikans og lýginnar; upp frá þeim degi átti
það aldrei fyrir rómversku kirkjunni að liggja að standa á jafn föstum
fótum og áður. Þetta var nokkurs konar dómsdagur hennar.
Þótt sumir á þinginu hefðu ekki hikað við að fá Lúter í hend-
[123]
ur hinni hefnigjörnu rómversku kirkju, þá voru þeir samt margir,
sem sáu siðferðis hnignun kirkj-unnar og sárnaði hún, og heljarafl
hennar, og þráðu það af einlægni að þýzka þjóðin mætti losna undan
þeirri nið-urlægingu er hún hlaut að þola vegna spillingar og fé-sýki
klerkanna. Páfafulltrúinn hafði lýst banninu á þann hátt sem gerði
það sanngjarnt. En nú vakti Guð upp mann á þinginu til þess að
koma fram og lýsa rétt hinum illu aðferðum þeirrar harðstjórnar,
sem páfinn gerði sig sekan í. George hertogi frá Saxlandi reis upp
með drenglyndi og hugrekki á þessari hátíðlegu samkomu og lýsti
Wylie, 6. bók, 4. kap.