Page 89 - Deilan mikla (1911)

Lúter frammi fyrir ríkisþinginu
Nýr keisari, Karl V., hafði tekið við ríkjum á pýzka-landi og
sendimenn frá Rómaborg hröðuðu ferðum sínum til þess að flytja
honum heillaóskir og fá hann til þess að beita valdi sínu á móti
siðabótinni. Aftur á móti bað stjórnandinn á Saxlandi keisarann að
taka engar alvar-legar ákvarðanir gegn Lúter, og þessum manni átti
keisarinn tign sína að miklu leyti að þakka. Fór Saxlands stjórnand-
inn fram á það að Lúter væri yfirheyrður áður en nokkur dómur félli,
frammi fyrir dómstóli guð-hræddra og óhlutdrægra dómara”.
Nú höfðu allir málspartar augu sín á hinu mikla þingi er saman
átti að kalla frá þýzku ríkjunum í borginni Worms, stuttu eftir að
Karl keisari tók við völdum. Mik-ilsverð stjórnmál og önnur stór
málefni voru til umræðu á þessu ríkisþingi. Undirstjórnendur hinna
ýmsu lands-hluta áttu nú í fyrsta skifti að mæta hinum unga, einvalda
keisara á mikilsverðum fundi. Frá öllum pörtum lands-ins höfðu
komið fulltrúar frá ríki og kirkju. Þar voru lávarðar, drambsamir
og afbrýðissamir, sem erft höfðu tign sína og töldu hana allri tign
æðri; þar voru göfug-bornir kirkjuhöfðingjar, klæddir alls konar
veraldlegu skrauti, og þóttafullir af hinni miklu tign og sjálfsáliti; þar
voru skrautklæddir hirðmenn; alls konar herforingjar og stórmenni.
Þar voru sendiherrar frá útlöndum og fjarlægum þjóðum — alt var
þetta samankomið í Worms. Samt sem áður var það mál saxneska
siðabótamannsins, sem mestum og dýpstum ákafa olli á þessu þingi.
Karl keisari hafði fyrir fram gert stjórnandanum á Saxlandi að-
[122]
vart um það að koma með Lúter með sér á þingið, og heitið honum
vernd; hafði hann lofað því að mál hans skyldí rætt hindrunarlaust
og hlutdrægnislaust af þeim mönnum, sem um það væru færir að
dæma rétt um deiluatriðin. Lúter hlakkaði til að mæta keisaranum.
Alexander hét sá er páfinn hafði sérstaklega trúað fyrir þessu
máli fyrir sína hönd; hann sá að páfinn mundi ekki geta komið
sínu máli fram á þennan hátt. Og þess vegna andmælti hann því af
öllum mætti að Lúter kæmi fram í þinginu í Worms. Um sama leyti
D’Aubigné, 6. bók, 11. kap.
85