84
Deilan mikla
á hver um sig, og samkvæmt þeim kringumstæðum, sem þeir hafa
haft. Ef þeir skildu og virtu það ljós, sem þeim var veitt, þá birtist
þeim yfirgripsmeiri sannleikur. En það er ekki sannleikurinn, sem
páfakennendurnir sótt-ust eftir, þegar þeir börðust gegn kenningum
Lúters. Enn þá eru menn hneigðir til þess að fara eftir kenningum
og hugmyndum manna í stað þess að taka gott og gilt orð Drottins; í
þessu efni er engin breyting frá því, sem var á fyrri öldum. Þeir sem
flytja sannleikann nú á dögum þurfa ekki að vænta þess að mæta betri
viðtökum en hinir sem sannleikann boðuðu í fyrri daga. Hin mikla
[120]
deila milli sannleikans og lýginnar, milli Krists og Djöf-ulsins mun
aukast og harðna eftir því sem nær dregur lokum veraldarsögunnar.
Jesús sagði við lærisveina sína: “Ef þér heyrðuð heiminum til,
þá mundi heimurinn láta sér þykja vænt um sitt eigið; en af því að
þér heyrið ekki heiminum til, en eg hefi útvalið yður af heiminum,
vegna þess hatar heimurinn yður. Minnist orðsins sem eg hefi talað
til yðar: Ekki er þjónn meiri en húsbóndi hans. Hafi þeir ofsótt mig,
þá munu þeir líka ofsækja yður; hafi þeir varðveitt mitt orð, munu
þeir og varðveita yðar”.
Og enn fremur sagði Drottinn vor með
skýrum orðum: “Vei yður, er allir tala vel um yður, því að á sama
hátt breyttu feður þeirra við falsspámennina”.
Andi heimsins er
ekki fremur í samræmi við anda Krists en hann var í fyrri daga, og
þeir sem kenna Guðs orð hreint og óblandað þurfa ekki að vænta
þess að þeir mæti betri viðtökum nú, en þeir gerðu þá. Mótstöðu
aðferðin gegn sannleikanum getur breyzt; óvináttan getur orðið
minni á yfirborðinu, af því hún er lymskari, en sama mótstaðan er
enn við lýði og verður til veraldarinnar enda.
[121]
Jóh. 15: 19, 20.
Lúk. 6: 26