Lúter yfirgefur Rómversku kirkjuna
83
að legg. ja það í hættu fyrir sakir siðbótarinnar. Alt virtist benda til
þess að verki siðbótamannsins væri þeg-ar lokið.
Lúter átti í hörðu og ströngu stríði við sjálfan sig, en þó ákvað
hann það loksins að segja alveg skilið við rómversku kirkjuna. Það
var um það leyti sem hann skrifaði þetta: “Eg finn það betur og betur
með degi hverjum, hversu erfitt það er að losa sig við þær hégiljur,
sem manni hafa verið innrættar í æsku. ó, hvílíkur sárs-auki það er,
sem það hefir bakað mér, þótt biblían væri mín megin til þess að
réttlæta það í sjálfu sér að eg skyldi dirfast að setja mig aleinn upp á
móti páfanum og halda því fram að hann væri Antikristur! Hvílíkar
hörmungar það eru sem hjarta mitt hefir orðið að þola! Ó, hversu oft
eg hefi spurt sjálfan mig þeirrar spurningar með beiskju, sem svo oft
[119]
var á vörum páfakennendanna: “Ert þú einn sá sem rétt skilur? Getur
það skeð að allir aðrir skilji rangt? Hvernig fer það, ef þannig reynist
að lok-um að það sért þú sjálfur, sem fer villur vegar og sem flækir í
villum þínum margar aðrar sálir, sem fyrir þá sök glatist að eilífu? “
Þannig hugsaði eg með sjálfum mér og með hinum vonda, þangað
til Kristur með sínu óskeikula orði styrkti hjarta mitt og veitti því
vígi gegn þessum öflum efasemdanna”.
Páfinn hafði hótað Lúter því að hann yrði settur út af sakrament-
inu ef hann iðraðist ekki og tæki aftur kenningar sínar og nú var
þessi hótun framkvæmd. Nýtt bann var gefið út og var því þar lýst
yfir að Lúter væri með öllu rekinn úr rómversku kirkjunni. Var hann
þar fordæmdur sem útskúfaður frá himni og bölvaður á jörðu, og
sama banni var lýst yfir öllum þeim sem þíðast kynnu kenningar
hans. Nú var hin mikla deila hafin.
Mótstaða er það sem allir þeir verða að mæta, sem Drottinn hefir
útvalið sem sérstakt verkfæri til þess að boða sannleika hans í þeim
efnum sern sérstaklega eiga við þá öld, sem siðbótamennirnir lifa á.
Þannig var það á dögum Lúters; þá var um sérstakan sannleika að
ræða, sem átti við þá tíma og mjög mikla þýðingu hafði. Nú á vorum
tímum er aftur sérstakur sannleikur, sem þarf að boða í trúarefnum
vorra daga. Hann sem alt giörir samkvæmt sínum heilaga vilja,
hefir látið sér þóknast að vekja upp menn, sem lifað hafa í ýmsum
kringumstæð-um og fá þeim í hendur verkefni til framkvæmda,
sem sérstaklega hefir þurft að vinna á þeim tímum, sem þeir lifðu
Líf og starf Lúters, eftir Martyn, bls. 372 og 373.