82
Deilan mikla
Nú voru alvarlegir tímar fyrir siðbótina. Öldum saman höfðu
bannfæringar páfakirkjunnar haft svo mikla ógnun í för með sér
að voldugustu stjórnendur veraldar-innar höfðu orðið að beygja sig
undir þær í auðmýkt. Voldug ríki höfðu stunið undir bölvun og
grimdarþunga bannfæringanna og eyðileggingu þeirra. Þeir sem fyr-
ir bannfæringunum urðu voru venjulega álitnir sem afhrak veraldar
og allir hræddust að hafa nokkuð saman við þá að sælda. Þeim voru
bannaðar allar samgöngur við með-bræður sína og við þá breytt eins
og útlaga og óbóta-menn; þeir voru ofsóttir af öllum og létu venju-
lega líf sitt í þeim hörmungum. Lúter var ekki ókunnugt um þau
ósköp, sem yfir hann mundu dynja; en hann lét sér hvergi bregða;
hann hélt hug og þori treystandi Kristi og Guði sínum, sem nógu
sterkum til verndar og hlífðar. Hann hafði óbilandi trú og var reiðu-
búinn til þess að deyja píslarvættisdauða. Með því hugarfari skrifaði
hann það sem hér fer á eftir: “Hvað ske muni veit eg ekki; ekki held-
ur hirði eg um að vita það. Látum eldingunni slá niður þar sem verða
[118]
vill; eg hræðist ekki og hefi ekkert að hræðast. Ekki svo mikið sem
eitt laufblaft fellur til jarðar án vilja vors himneska föður. Hversu
miklu fremur mun hann þá ekki vernda oss! pað er auðvelt að deyja
fyrir orð Drottins, þar sem Orðið sem varð hold hefir sjálft tekið á
sig fórnardauða. Ef vér deyjum í Kristi, þá lifum vér með honum,
og með því að ganga í gegn um það sem hann hefir gengið í gegn
um, komumst vér þangað sem hann er og dveljum þar að eilífu”.
Þegar Lúter fékk bannbréf páfans, varð honum þetta að orði: “Eg
fyrirlít þetta bann og mótmæli því sem fölsku, ósönnu og óguðlegu
pað er sjálfur Kristur sem fordæmdur er í þessu banni. Það gleður
mig að verða að líða jafn mikið ranglæti og þetta fyrir rétt-látt
málefni; eg finn þegar til meira frelsis í hjarta mínu; því nú loksins
veit eg það að páfinn er Antikristur og að veldisstóll hans er hásæti
Djöfulsins sjálfs”.
Samt sem áður varð bannið frá Rómaborg ekki árang-urslaust.
Fangelsi, píslir, og morð voru vopn, sem vel voru til þess valin að
þvinga til hlýðni. Hinir veikluðu og hjátrúarfullu skulfu og nötruðu
af ótta við banni páf-ans; og þótt menn bæru djúpa samhygð með
Lúter yfir-leitt, þá fanst mörgum sem lífið væri of mikils vert til þess
D’Aubigné, 6. bók, 9. kap (London, 3. útg., Walther, 1840).
D’Aubigné, 6. bók, 9. kap (London, 3. útg., Walther, 1840).