Page 85 - Deilan mikla (1911)

Lúter yfirgefur Rómversku kirkjuna
81
Engir hinna lærðu manna í umdæmi mínu hafa skýrt mér frá því
að kenningar Martins séu óguðlegar, ókristilegar eða í þeim séu
trúarvillur’. Meira að segja neituðu yfirvöldin að senda hann til
Rómaborgar eða að gera hann útlægan úr ríkinu”.
Rit og kenningar siðbótamannsins breiddust óðfluga út um öll hin
kristnu lönd. Þau komust til Hollands og Svisslands. Afrit af skrifum
hans komust til Frakklands og Spánar. Á Englandi var kenningum
hans fagnað sem orði lífsins. Til Belgiu og ítalíu breiddust verk hans
einnig. Þúsundir manna vöknuðu til lifandi meðvitundar í gleði, von
og trú og nýju líferni, sem áður höfðu sofið svefni andvaraleysisins.
Lúter skrifaði þannig um páfann í ávarpi sem hann sendi til
keisarans og höfðingjanna á Þýzkalandi: “Það er skelfilegt að hugsa
sér mann, sem þykist vera ímynd Krists hér á jörðinni, koma fram
með hroka og í svo mik-illi veraldlegri dýrð að enginn keisari né
konungur getur jafnast við. Er þetta að feta í fótspor hins snauða
Jesú, eða hins lítilláta Péturs? Menn segja að hann sé lávarð- ur
[117]
heimsins! En Kristur, sem hann þykist þjóna, hefir sagt: “Mitt ríki er
ekki af þessum heimi”. Getur vald þjónsins orðið meira en vald þess
er hann þjónar?
Og þannig skrifaði Lúter um háskólana: “Eg er mjög hræddur
um að reyndin verði sú að háskólarnir verði hin víðu hlið til helvítis,
nema því að eins að þeir gæti þess stöðugt að skýra Guðs orð og
gróðursetja það í hjörtu nemendanna og æskunnar. Eg ræð engum
til þess að láta barn sitt þangað sem Guðs orð er ekki aðal-atriðið. Á
öllum stofnunum þar sem ekki er skýrt Guðs orð látlaust og stöðugt,
hlýtur loftslagið að verða spilt”.
Þetta ávarp komst mjög víða um þýzkaland og hafði afarmik-
il áhrif á fólkið. Öll þjóðin varð snortin og fjöldi fólks varð svo
gagntekið að það þyrptist í kring um sið-bótafánana. Andstæðingar
Lúters brunnu af hefni-girni og skoruðu á páfann að taka alvarlega
í taumana og láta hann finna vald kirkjunnar í Róm. Það boð var
látið út ganga að allar hans kenningar skyldu fordæmdar taf-arlaust.
Sextíu daga frestur var veittur siðbótamannin-um og fylgjendum
hans; að þeim tíma liðnum átti að setja þá alla út af sakramentinu, ef
þeir bættu ekki ráð sitt.
D’Aubigné, 4. bók, 10. kap.
D’Aubigné, 6. bók, 3. kap.
D’Aubigné, 6. bók, 3. kap.