Page 84 - Deilan mikla (1911)

80
Deilan mikla
honum. Hann komst slysalaust út úr bænum, þótt erfitt væri að rata
hinar mörgu og villigjörnu götur í myrkrinu. Árvakrir og grimmir
óvinir sátu á svikráðum við hann og ætluðu sér að ráða hann af
dögum. Hann efaðist um að hann gæti sloppið frá þeim snörum
sem þeir höfðu búið honum. Hann var því hræddur um líf sitt á
meðan hann var að komast út úr borginni. En í hrygð sinni og
vandræðum sneri hann sér í bæn til Drottins. Hann kom að litlu
hliði á borgarmúrnum. Það var opnað fyrir honum og komst hann
þar út, ásamt fylgdarmanni sínum, án nokkurrar hindrunar. Þegar
flóttamennirnir voru komnir út, héldu þeir áfram ferð sinni, og áður
en páfa fulltrúinn vissi að Lúter hafði farið, voru þeir komnir svo
langt að þeir náðust ekki. Djöfullinn og útsendarar hans voru sigraðir
í þetta skifti; maðurinn sem þeir héldu að þeir hefðu í hendi sér
var sloppinn; hann var horfinn eins og fugl sem sleppur úr snöru
veiðimannsins.
Þegar það fréttist að Lúter væri sloppinn, varð fulltrúinn frá sér
numinn af undrun og reiði. Hann hafði vonast eftir að hljóta mikinn
heiður fyrir hyggindi sín og embættisdugnað í viðskiftum sínum
við þennan kirkju-lega ófriðarsegg; en vonir hans höfðu brugðist.
Hann skrifaði bréf til Friðriks Saxastjórnara og lýsti þar reiði sinni;
fordæmdi hann Lúter þar biturlega og krafðist þess að Friðrik skyldi
[116]
senda hann til Rómaborgar eða gera hann útlægan frá Saxlandi að
öðrum kosti.
Lúter krafðist þess sér til varnar að páfa fulltrúinn sýndi í hverju
villur hans væru folgnar, og átti hann að sanna það með biblíunni
sjálfri; lofaði hann því hátíðlega að hann skyldi afturkalla kenningar
sínar, ef hægt væri að sýna að þær kæmu nokkursstaðar í bága við
Guðs orð. Hann lýsti því jafnframt yfir að það gleddi sig að hann
hefði talist þess verður að líða fyrir hið heilaga málefni.
Stjórnandinn í Saxlandi hafði enn sem komið var litla þekkingu
á þessum kenningum, en hann var djúpt snortinn af þeirri einlægni,
því afli og þeirri skerpu, sem Lúter sýndi í orðum sínum; og eins
lengi og ekki hafði verið sannað að hann hefði á röngu að standa, réð
Friðrik það af að koma fram sem verndari hans. Sem svar við kröfu
páfa fulltrúans skrifaði hann þetta: “ ‘Með því að doktor Martin
hefir mætt frammi fyrir yður í Ágsborg, ættuð þér að vera ánægður.
Vér áttum ekki von á því að þér ætluðust til þess að hann tæki aftur
orð sín fyr en þér hefðuð sannað að hann hefði á röngu að standa.