Lúter yfirgefur Rómversku kirkjuna
79
Þegar fulltrúinn sá að rökfærslum Lúters varð ekki svarað, misti
hann algerlega vald á tilfinningum sínum og hrópaði í reiði sinni:
“
Taktu til baka staðhæfingar þínar! annars sendi eg þig til Róma-
borgar, þar sem þú verður að mæta fyrir dómurum, sem settir eru til
þess að rannsaka mál þitt. Eg set þig og alla fylgjendur þína út af
sakramentinu; sömuleiðis hvern þann er nokkru sinni dirfist að veita
þér lið eða leggja þér líknarhönd, og skal eg giöra þá alla ræka úr
kirkjunni”. Og svo end-aði hann mál sitt á þessa leið með raiklum
þóttasvip og reiði: “Taktu aftur kenningar þínar, eða þú þarft ekki að
mæta aftur”.
Lúter fór tafarlaust út úr dómsalnum með vinum sínum og lýsti
hann því þannig yfir þegjandi að engrar afturköllunar væri frá sér
að vænta. Þetta fór á alt ann-an veg en páfa fulltrúinn hafði búist
við. Hann hafði haldið að hann gæti hrætt Lúter með ofbeldi til
þess að beygja sig í augmýkt undir vilja hans. Nú leit hann á einn
fylgjenda sinna eftir annan þegar hinir voru farnir, og stóð uppi í
algerðu ráðaleysi, þar sem honum hafði svo giörsamlega mistekist.
Framkoma Lúters við þetta tækifæri hafði bæði mikil áhrif og
góð. Mannfjöldinn sem málið heyrði hafði haft tækifæri til þess
að bera saman þessa tvo menn og gátu menn nú dæmt með eigin
hugsun um framkomu beggja og einnig um styrkleik og sannindi
þess málstaðar, sem hvor um sig hafði. Og þar var hinn mesti munur!
[115]
Annars vegar var siðabóta maðurinn, yfirlætislaus og blátt áfram,
með guðlegan styrkleika og sannleikann sér við hlið; hins vegar
var fulltrúi páfans, drambsamur, þóttafullur, ósanngjarn; hann hafði
ekki eina einustu til-vitnun fram að færa úr biblíunni sínum málstað
til styrkt-ar, en heimtaði samt með ofbeldi að andstæðingur hans
skyldi taka aftur kenningar sínar, eða hann skyldi verða sendur til
Rómaborgar og líða þar hegningu.
Þrátt fyrir það þótt Lúter hefði verið heitið frið-helgi, hugsaði
hinn rómverski fulltrúi sér að leggja hendur á hann og setja hann í
varðhald. Vinir Lúters sögðu honum að þýðingarlaust væri að tefja
lengur og skyldi hann því tafarlaust snúa heim aftur til Wittenberg,
en mesta varfærni skyldi höfð til þess að ekki yrði upp-víst um
fyrirætlanir hans. Hann lagði því af stað frá Ágsborg fyrir dögun, á
hestbaki og fylgdi honum aðeins einn maður, sem dómarinn útvegaði
D’Aubigné, 4. bók, 8. kap. (London útg. ).