Page 82 - Deilan mikla (1911)

78
Deilan mikla
Af hyggindum hafði hinn rómverski umboðsdómari ætlað að
vinna Lúter til þess að koma fram vamarlaus-um, treystandi dreng-
lyndi og réttlæti; og meðan hann reyndi það kom hann fram prúð-
mannlega og kurteislega; þegar þeir áttu tal saman þóttist fulltrúinn
vera honum mjög vinveittur; en hann krafðist þess að Lúter legði
málið að öllu leyti á vald rómversku kirkjunnar og beygði sig at-
hugasemdalaust undir dóm hennar og legði málið þannig frá sér án
nokkurra mótmæla eða varna, tafa eða spurninga. Hann hafði ekki
gjört sér rétta hug-mynd um lyndiseinkunnir manns þess er hann
átti við-skifti við í þetta sinn. Lúter kvaðst bera djúpa virðingu fyrir
kirkjunni; hann sagði að þrá sín eftir sannleika; fúsleiki sinn til þess
að svara hverju því sem á móti kenningum sínum væri haft og vilji
sinn til þess að leggja málið undir úrskurð vissra leiðandi háskóla;
alt þetta væri þess vottur að hann bæri mikla virðingu fyrir hinni
sönnu kirkju. En á sama tíma kvaðst hann andmæla eindregið aðferð
páfans, þar sem hann færi fram á að kenningar væru afturkallaðar,
án þess að sannað væri að þær væru rangar.
Eina svarið sem hann fékk við þessu var: “Taktu kenningar þínar
aftur! taktu þær aftur! “ Lúter sýndi fram á að heilög ritning vitnaði
með sér og kvaðst hann hvorki geta tekið aftur sannleikann, né held-
ur vilja gjöra það. Páfa fulltrúinn gat ekki haft neitt á móti afstöðu
Lúters, né svarað honum með neinum skynsamlegum rökum, en í
þess stað jós hann yfir hann æruleysis meið-yrðum og smánarorðum,
háði og ósvífni; blandaði hann orð sín með tilvitnunum í fornar venj-
ur og orðatiltæki kaþólskra manna, en leyfði Lúter ekkert málfrelsi.
Þeg-ar Lúter sá að þess konar réttarfærsla var með öllu þýðingarlaus,
[114]
fékk hann því loksins framgengt með naum-indum að sér yrði leyft
að svara skriflega.
Þegar réttur var settur næst kom Lúter fram með greinileg, ákveð-
in og stutt svör og skýringar á skoðunum sínum, og studdi mál sitt
með mörgum bibíutilvitnunum. Þetta skjal las hann fyrst upphátt og
afhenti það síðan fulltrúanum. Hann tók við því, fleygði því frá sér
með fyrirlitningu og lýsti því yfir að það væri þýðingarlaus orða-
þvæla og óviðeigandi tilvitnanir. Nú varð Lúter reiður og lét hinn
hrokafulla guðsmann mæta eigin vopn-um — það voru kenningar
og fornvenjur kirkjunnar, og sýndi hann nú miskunnarlaust hversu
vel þessi yfirskyns-dómari stæði að vígi.