Page 81 - Deilan mikla (1911)

Lúter yfirgefur Rómversku kirkjuna
77
ávann sér álit og aðdáun hjá öllum sem honum kyntust undantekning-
arlaust. Hann sameinaði skarpar gáfur við prúðmannlega framkomu
í hvívetna. Hann varð brátt einlægur lærisveinn Drottins og varði
öllum stundum til þess að lesa hans heilaga orð; varð hann því ein-
hver trúfastasti vinur Lúters og mikilsverður aðstoð-armaður hans.
Hógværð hans, stilling, varfærni og ná-kvæmni voru eiginleikar sem
mikils voru virði þegar þeir í framkvæmdum sameinuðust hinum
andlega ákafa og hugrekki Lúters. Samband þeirra og samvinna
jók stórum styrk siðabótastarfsins, og skapaði það Lúter ómetanlegt
traust.
Í Ágsborg hafði verið ákveðinn staðurinn, þar sem málið átti
að koma fyrir, og lagði Lúter á stað fótgang-andi þangað. Miklar
áhyggjur báru menn í brjósti sér hans vegna. Opinberar hótanir höfðu
heyrst um það að hann skyldi verða handtekinn á leiðinni og myrtur;
grát-bændu því vinir hans hann um það að fara ekki. Þeir hvöttu
hann jafnvel til þess að yfirgefa Wittenberg um stund og leita sér
hælis hjá þeim, sem fúsir væru að skjóta yfir hann skjólshúsi. En
hann vildi ekki hlaupa þaðan af hólmi, sem Guð hafði ætlað honum
að berjast. Hann varð að halda áfram trúlega að vernda sannleikann
og halda honum fram þrátt fyrir alla storma haturs og ofsókna, sem
á honum kynnu að skella.
Það voru páfafulltrúanum mikil gleðitíðindi þegar hann frétti að
Lúter væri kominn til Ágsborgar. Hinn erfiði villutrúarmaður, sem
æst hafði upp allan heiminn virtist nú vera kominn svo að segja í
hendur páfans í Rómaborg og hugsaði fulltrúinn sér að hann skyldi
nú ekki ganga sér úr greipum. Lúter hafði ekki getað fengið sér
loforð um friðhelgi. Höfðu vinir hans ámint hann um að koma ekki
fram fyrir fulltrúa páfans án þess og reyndu þeir sjálfir að fá það fyrir
hann hjá keisar-anum. Páfafulltrúinn hafði ásett sér, ef mögulegt væri
að fá Lúter til þess að afturkalla kenningar sínar, og ef það tækist
[113]
ekki ætlaði hann að láta flytja hann til Róma-borgar og fara sömu
leiðina og Húss og Jerome. Þess vegna fékk hann stjórnara sinn til
þess að koma Luter til að mæta án loíorðs um friðhelgi og fela sig
honum á vald í fullu trausti um drengskap hans og mannúð. Þessu
neitaði Lúter með öllu. Hann mætti ekki fyr en hann hafði meðtekið
skjalið með loforði keisarans, undirritað af honum sjálfum; þá fyrst
kom hann fram fyrir fulltrúa páfans.