76
Deilan mikla
stund lengur. Látum tafarlaust reisa honum gálga”.
En Lúter varð
ekki æði þeirra að bráð. Drottinn hafði ætlað honum ákveðið starf
og englar himinsins voru sendir honum til verndar. Samt var það svo
að margir þeirra sem meðtekið höfðu hið himneska Ijós í kenningum
Lúters, urðu að þola ofsókn-ir Satans og hatur hans, og liðu þeir
sumir hörmungar og píslarvættisdauða með óútmálanlegu hugrekki
fyrir sakir sannleikans.
Hvervetna var að vakna löngun til andlegra fram-fara; hvervetna
var augljós slíkur þorsti og slíkt hungur eftir réttlætinu að ekki hafði
neitt líkt því átt sér stað um margar aldir. Augu þjóðarinnar, sem svo
lengi höfðu einblínt á mannasetningar og veraldlega meðalgangara,
horfðu nú á Krist og hann krossfestan og fyltust menn iðrun og
sterkri trú á hann og fórnardauða hans.
Þessi útbreidda vakning jók enn þá meira ótta og hatur klerka-
valdsins. Lúter fékk stefnu að mæta í Rómaborg, og átti hann þar að
standa fyrir máli sínu, kærður um villutrú. Þetta fékk vinum hans ótta
og skelfingar. Þeir vissu vel hvílík hætta honum væri búin í þeirri
spiltu borg, þar sem fólkið var þegar drukkið af blóði píslarvotta
þeirra, er fyrir Krists sakir höfðu verið líflátnir. Þeir mótmæltu því
að hann færi til Rómaborg-ar og beiddust þess að hann fengi mál
sitt rannsakað í Þýzkalandi.
Þessu varð loksins komið til leiðar og var fulltrúi páfans útnefnd-
ur til þess að rannsaka mál Lúters. Í upplýsingum þeim sem páfinn
gaf þessum fulltrúa sínum var því lýst yfir að Lúter hefði þegar verið
dæmdur sem trúarvillu maður. Var fulltrúanum því falið “að rann-
saka og dæma málið tafarlaust”. Ef Lúter sæti fast við sinn keip og
fulltrúanum mishepnaðist að ná honum á vald sitt, þá var honum
veitt vald og umboð “að gera hann útlægan í öllum stöðum Þýzka-
lands, og að dæma einnig útlæga, formæla og fordæma og setja út af
sakra-mentinu alla þá er nokkuð hefðu saman við hann að sælda”.
Um þetta leyti, þegar Lúter var allra mest þörf á samhygð og
[112]
ráðum einlægra vina, sendi forsjón Guðs Melankton til Wittenberg.
Hann var ungur að aldri, hæg-látur, hógvær og kurteis í framgöngu
og hafði djúpa dómgreind til að bera; víðtæka þekkingu og sannfær-
andi mælsku. Hann var siðferðishreinn og einlægur að eðlis-fari og
D’Aubigné, 3. bók, 9. kap
D’Aubigné, 4. bók, 2. kap.