Page 79 - Deilan mikla (1911)

Lúter yfirgefur Rómversku kirkjuna
75
voldugu kirkju: “Hver var eg”, skrifar hann, “að eg skyldi dirfast
[110]
að setja mig upp á móti valdi páfans, vitandi það að fyrir honum
skjálfa sem strá konungar jarðarinnar og allur heimur?” Enginn
getur ímyndað sér þær hörmungar sem eg leið þessi tvö fyrstu ár og
hversu þunglyndur — jafn-vel geðveikur eg var stundum orðinn.
En almættið hélt yfir honum verndarhendi, svo hann örvænti ekki
algjör-lega. Þegar mannleg aðstoð brást, sneri hann sér ein-ungis til
Drottins og fann að hann gat óhultur kastað öll-um sínum áhyggjum
upp á hann og leitað trausts hjá honum.
Lúter skrifaði það sem hér fer á eftir til manns nokkurs, sem
vinveittur var siðabótinni: “Vér getum ekki skrifað heilaga ritningu
með gáfum eða lærdómi ein-ungis. Fyrsta skylda vor er sú að byrja
með bæn; að biðja hinn alvalda Guð að veita oss af sinni miklu
náð og miskunsemi fullkominn og réttan skilning á hans heilaga
orði. Enginn getur fullkomlega skýrt eða þýtt Guðs orð, nema siálfur
Guð, sem er höfundur þess, eins og hann sjálfur hefir sagt með
þessum orðum: “Þeir munu allir verða af Guði fæddir”.
Vér megum
einskis vænta fyrir sakir vors eiginn verðleika eða vegna vors eiginn
skilnings, vér verðum að treysta á Guð einan og áhrif hans heilaga
anda. Þessu er yður óhætt að trúa, því það er sagt af þeim sem
reynslu hefir”.
Hér er mikið til þess að læra af fyrir þá, sem finna
til þess að þeir hafa verið sérstak-lega kallaðir til þess að kenna
sannleika Guðs orðs nú á dögum. Þessi sannleikur hlýtur anðvitað
að æsa óvin-áttu Djöfulsins og þeirra manna, sem dálæti hafa á þeim
lilbúningi, sem hann hefir fundið upp. Í baráttunni gegn hinu illa
valdi þarf á einhverju fullkomnara að halda en einungis skynseminni
og mannlegri vizku.
Þegar óvinir vitnuðu í venjur og forna siði, eða í vald og yfirráð
páfans, sló Lúter þá út af laginu með biblí-unni og engu öðru. Þar
voru röksemdir sem þeir stóðust ekki og gátu ekki svarað og þess
vegna var það að hjá-trúarþrælar og kreddukenningamenn kröfðust
þess að hann væri líflátinn, eins og Gyðingar höfðu krafist þess að
Kristur væri líflátinn: “Hann er vantrúarmaður”, sögðu hinir róm-
versku ofstækismenn. “Það er dauðasynd gegn kirkjunni að láta það
[111]
viðgangast að slíkur vantrúar-maður sé á lífi eina einustu klukku-
D’Aubigné, 3. bók, 6. kap.
Jóh. 6: 45.
D’Aubigné, 3. bók, 7. kap.