Page 78 - Deilan mikla (1911)

74
Deilan mikla
mannfjölda þeim, sem til kirkjunnar ætlaði; en þegar til kirkjunnar
kom festi hann upp á kirkjuhurðina mótmæli gegn syndakvittunar
kenningunni og vezluninni, og voru mótmæli hans skrifuð í 95
greinum. Hann lýsti því einnig yfir að hann væri viljugur til þess að
verja þessar mótmælagreinar sínar næsta dag á háskólanum, gegn
[107]
[108]
[109]
hverjum þeim er dirfðist að koma fram og andmæla þeim.”
Þetta tiltæki Lúters dró að sér athygli manna hvar-vetna. Mót-
mæli hans voru lesin af öllum, sem í þau náðu
og marglesin af flestum. Fólk talaði um þau og kapp-ræddi
þau fram og aftur. Allmikil æsing varð út af þessu, bæði í háskólanum
og borginni alment. Með þessum staðhæfingum var það sýnt að vald
til syndafyrirgefn-ingar eða til þess að hegna fyrir syndir hafði aldrei
verið veitt páfanum né nokkrum öðrum jarðneskum manni. Alt þetta
syndakvittunar fargan var svikræði; bragð til þess að græða fé á
hjátrú og hégiljum fólksins. Það var ráð djöfulsins til þess að glata
sálum þeirra manna, sem nógu trúgjarnir væru til þess að trúa þessari
lýgi og yfir-skyni. Það var einnig sýnt skýrt og greinilega að náðar-
boðskapur Krists væri æðsti og fullkomnasti helgidómur kirkjunnar
og að náð drottins, sem þar birtist veittist öllum þeim er í einlægni
hjarta síns iðruðust synda sinna.
Þótt andi Drottins hefði hvatt Lúter til þess að hefja þetta starf,
átti það ekki fyrir honum að liggja að fullkomna það án þess að
mikilli og öflugri mótstöðu væri að mæta. Óvinir hans ofsóttu hann
og svívirtu; þeir ranghermdu tilgang hans og reyndu að sverta mann-
orð hans á alla vegu í augum almennings, og átti hann í vök að
verjast, eins og sá er ógnandi öldur streyma að úr öll-um áttum.
Og þessi mótstaða hafði sín áhrif. Hann hafði treyst því örugglega
að leiðtogar fólksins, bæði í kirkj-unni og í skólunum mundu taka
þessu með fögnuði og styrkja hann að málum í siðbótastarfinu. Hann
hafði hlotið hughreystinga og uppörfunar orð frá mönnum í háum
embættum og höfðu þau vakið honum von, traust og hugrekki. Hann
hafði þegar í byrjun séð í huga sér bjartari dag framundan, bæði fyrir
kirkjuna og þjóðina í heild sinni. En nú höfðu hughreystingarorðin
snúist upp í álas og fordæmingar.
Þegar Lúter skoðaði afstöðu sína skalf hann eins og lauf í vindi.
Hann var þarna aleinn í baráttu gegn voldugasta afli, sem veröldin
átti til. Hann efaðist jafn-vel um það stundum að hann hefði verið
sendur af Guði til þess að berjast einn á móti yfirvöldum hinnar