Siðabótin heldur áfram á þýzkalandi
Hið óskiljanlega hvarf Lúters fékk mönnum mik-illa áhyggja um
alt þýzkaland. Alstaðar var spurst fyrir um hann; alls konar sögur
komust á gang og sumir héldu að hann hefði verið myrtur. Menn
voru mjög áhyggju-fullir út af þessu; ekki einungis nánustu vinir
hans, held-ur einnig þúsundir annara manna, sem ekki höfðu opin-
berlega skipað sér undir merki siðbótarinnar. Margir voru þeir sem
sóru þess dýran eið að þeir skyldu hefna Lúters, ef hann hefði verið
ráðinn af dögum, eins og þeir töldu víst að væri.
Rómversku leiðtogarnir sáu það sér til mikillar skelfingar hversu
tilfinning þjóðarinnar var orðin æst gegn þeim. Þótt þeir gleddust
í fyrstu yfir því að Lúter mundi vera líflátinn, þá þorðu þeir ekki
annað innan skamms en að fara í felur fyrir reiði fólksins. Óv, nir
Lúters mættu jafnvel ekki eins hættulegri mótstöðu af áhrifum hans
eigin verka þótt þau væru dirfskufull, eins og nú fyrir þá sök að hann
var horfinn. Þeir sem í bræði sinni höfðu ætlað að lífláta hinn djarfa
siðbótamann voru nú dauðskelkaðir þegar þeir héldu að hann væri
hjálpar-laus í fangelsi. “Eini möguleikinn til þess að bjarga oss”,
sagði einn þeirra, “er sá að leita með logandi ljósi að Lúter um allan
heim og finna hann aftur, til þess að þjóðin sem þráir hann fái vilja
sínum framgengt”. Páfa-bannið virtist vera þýðingarlaust með öllu.
Fulltrúar páfans fyltust djúpri gremju þegar þeir fundu það út að
bannið hafði miklu minni áhrif á þjóðina, en hvarf Lúters og forlög
hans.
Þegar þær fréttir heyrðust að hann væri heill á húfi glöddust
[139]
[140]
[141]
menn að vísu, þótt það fylgdi fréttinni að hann væri í fangelsi; en
fylgi manna við hann og ákafi þeirra fyrir kenningum hans óx dag
frá degi og var aldrei meiri en nú. Þeim fjölgaði stöðugt sem gengu í
lið með hinum hugrakka manni, er dirfst hafði að rísa upp og verja
orð Drottins. Siðabótin útbreiddist og henni óx fylgi eftir því sem
lengur leið. Sæði það sem Lúter hafði sáð bar ávöxt um alt land og
lét á sér bera hvervetna. Fjarvera hans kom því til leiðar sem honum
hafði verið ómögulegt með nærveru sinni. Nú fundu aðrir leiðtogar
99