100
Deilan mikla
til ábyrgð-ar þeirrar sem á þeim hvíldi, þegar þessi mikli aðalleið-
togi var úr sögunni. Nú tóku þeir til starfa með nýjum kröftum og
auknum áhuga; meiri staðfestu og öruggari trú; þeir komu nú fram
hiklaust og með fullum áhuga og ætluðu sér að gera alt er í þeirra
valdi stæði til þess að það verk, sem svo göfuglega var byrjað, skyldi
ekki verða fyrir neinni hindrun.
En Satan var ekki iðjulaus. Hann reyndi nú þá aðferð sem hann
hefir reynt gegn öllum öðrum siðbóta-hreyfingum — nefnilega það
að villa fólkinu sjónir og eyðileggja það með því að ginna það á fals-
aðri vöru fyrir þá réttu; lýgi undir fölsku yfirskyni í stað sannleikans.
Eins og falskristar voru uppi á fyrstu tímum kristninnar. þannig risu
upp falsspámenn á sextándu öldinni.
Nokkrir menn, sem mjög höfðu orðið fyrir trúar-bragða áhrifum,
ímynduðu sér að þeir hefðu fengið sér-staka köllun frá Guði og
sérstaka opinberun; héldu þeir því fram að þeir hefðu umboð frá
Guði sálfum til þess að fullkomna siðabótina hér í heimi, sem þeir
sögðu að Lúter hefði að eins byrjað af veikum mætti. í raun og sann-
leika voru þeir að rífa niður það sem þeir þóttust vera að byggja upp
og sem Lúter hafði svo vel byrjað. Þeir höfðu hinn mikla sannleika,
sem var grundvöllur siða-bótarinnar — nefnilega það að Guðs orð
sé allsnægjandi regla fyrir breytni og líferni manna, og fyrir þessa
óskeik-ulu reglu komu þeir með hinn breytilega og óvissa mæli-
kvarða eigin tilfininnga og ímyndunarafls. Þegar þeir þannig lögðu
til hliðar þessa vissu reglu til aðgreiningar réttu og röngu, þá var
Djöflinum opnaður vegur til þess að ráða yfir hugsun manna og leiða
þá eftir eigin vild og geðþótta.
[142]
Einn þessara spámanna hélt því fram að hann hefði fengið fyr-
irskipanir og kenningar frá Gabriel engli. Námsmaður nokkur sem
gekk í félag við hann yfirgaf nám sitt og lýsti því yfir að sjálfur
Drottinn hefði veitt sér þekkingu til þess að útskýra hans heilaga
orð. Ýmsir aðrir, sem að eðlisfari voru ofstækismenn, gengu í fé-
lag við þá. Atferli þessara ofstækismanna olli miklum hreyf-ingum.
Prédikanir Lúters höfðu vakið fólkið af svefni, svo það fann til þess
hvar sem var, hversu nauðsynlegt var að koma á siðabót, og nú voru
sumir einlægir menn af-vegaleiddir af þessum nýju falsspámönnum.
Leiðtogar þessarar hreyfingar fóru til Wittenberg og prédikuðu
kenning sína og héldu fram valdi sínu við Melankton og samverka-
menn hans: “Vér erum sendir frá Guði”, sögðu þeir, “til þess að