Siðabótin heldur áfram á þýzkalandi
101
fræða fólkið; vér höf-um oft náið samtal við sjálfan Guð almáttugan;
vér vit-um hvað fram muni koma; í stuttu máli vér erum spá-menn
og lærisveinar og fylgjum kenningu Lúters”.
Siðbótamennirnir urðu hissa og vissu ekki hvað þeir áttu að
segja. Þetta var atriði sem þeim hafði aldrei komið til hugar né gert
sér grein fyrir og þeir vissu ekki hvað þeir áttu til bragðs að taka.
Melankton sagði: “Vissulega hvílir óskiljanlegur andi yfir þessum
mönn-um; en hvaða andi er það? Að öðru leyti verðum vér að forðast
að kæfa niður anda Drottins og hins vegar ber oss að forðast að láta
leiðast af anda Djöfulsins”.
Ávextir hinna nýju kenninga komu brátt í ljós. Fólk-ið fór að
vanrækja biblíuna eða jafnvel kasta henni frá sér með öllu. Skólarn-
ir komust allir á ringulreið. Náms-menn hættu að hlýða nokkrum
reglum; vanræktu nám sitt með öllu og yfirgáfu háskólana. Þeir sem
héldu sjálfa sig til þess alfæra að standast alt og halda áfram siðabót-
inni, gerðu ekkert annað en að koma henni á barm glötunar-innar.
Nú komu fulltrúar rómversku kirkjunnar aftur ár sinni fyrir borð
og sögðu með trausti sigurvegarans: “Eina atrennu enn, og þá er
fullkominn sigur fenginn fyrir oss”.
Lúter heyrði það til Wartborgar hvað skeð hafði, og tók hann sér
það mjög nærri. “Eg hefi altaf búist við því að Djöfullinn mundi
leggja þessar snörur fyrir oss”, sagði hann. Hann skildi greinilega
[143]
hið sanna eðli þess-ara falsspámanna og sá hættuna, sem sannleiks-
kenningin var í. Mótstaða páfans og keisarans hafði ekki haft eins
mikil áhrif á hann eða valdið honum eins djúpra áhyggja og það sem
hann nú varð að reyna fyrir þessar ástæður, Frá þeim sem þóttust
vera vinir siðbótarinnar komu hennar verstu óvinir og hættulegustu.
Einmitt sjálfur sannleikurinn, sem fengið hafði honum svo mikillar
ánægju og huggunar var nú hafður til þess að vekja upp sundrung
og skapa glundroða í kirkjunni.
Í siðabótastarfinu hafði Lúter fengið hvatning frá anda Drottins;
hann hafði orðið fyrir svo miklum áhrif-um að hann hafði farið
miklu lengra en honum hafði komið til hugar. Hann hafði í upphafi
ekki ætlað sér að koma fram með neinar verulegar breytingar. Hann
hafði aðeins verið verkfæri í höndum takmarkalauss valds. Samt sem
D’Aubigné, 9. bók, 7. kap.
D’Aubigné, 9. bók, 7. kap.