Page 106 - Deilan mikla (1911)

102
Deilan mikla
áður skalf hann stundum sem lauf í vindi, þegar hann hugsaði um
starf sitt. Einu sinni hafði hann sagt þessi orð: “Ef eg vissi til þess að
kenningar mínar yrðu að tjóni einum einasta manni, hversu lítilmót-
legur sem hann væri og lágt settur; — sem auðvitað er ómögulegt,
því hér er um sjálfan náðarboðskapinn að ræða — þá vildi eg fremur
eiga að láta lífið tíu sinnum en að bæta ekki fyrir það, eða afturkalla
það”.
Og nú var svo komið að jafnvel í sjálfri Wittenberg, þar sem var
hjarta siðabótarinnar, voru menn óðum að falla fyrir öflum ofstæk-
isins og lögleysunnar. Þessar voðalegu afleiðingar stöfuðu ekki af
kenningum Lúters, en um alt Þýzkaland var hann kærður um að það
væri honum að kenna. Gagntekinn af gremju sagði hann þá stundum:
Er það þá mögulegt að þetta verði endir siða-bótarinnar?
Þegar hann glímdi við Guð í bænum sínum, streymdi aftur friður
inn í hjarta hans: “Starfið er ekki mitt, heldur þitt”, sagði hann.
Þú lætur það ekki viðgangast að verk þitt eyðileggist af spillingu
og hjátrú eða of-stæki”. En þegar hann hugsaði um það að hann
var ein -mana og afskektur, langt frá þeim stöðvum, þar sem verið
var að berjast fyrir siðabótamálum, þá fanst hon- um lífið verða
[144]
óbærilegt. Hann gat ekki haldist þarna við lengur; hann varð að fara
til Wittenberg.
Nú for hann tafarlaust af stað í þessa hættulegu ferð. Hann var
í banni ríkisins, óvinum hans var það heimilt að lífláta hann hvar
sem þeir fyndu hann; vinum hans var forboðið að veita honum líkn
eða lið, skjól eða athvarf í nokkurri mynd. Ríkisstjórinn framfylgdi
hin-um allra ströngustu aðferðum við alla þá er kenningum hans
fylgdu. En hann sá það að boðskapur Drottins var í hættu og í hans
nafni tók hann sig upp án nokkurs ótta til þess að berjast fyrir sakir
sannleikans. Hann hóf nú starf sitt með mestu varfærni og í mestu
niðurlægingu, en þó með óbifandi staðfestu og ákveðinn í starfi sínu.
Með Guðs orði verðum vér að kollvarpa því sem hrófað hefir verið
upp með ofbeldi”, sagði hann. “Eg ætla mér ekki að beita ofbeldi
gegn hinum hjátrúarfullu og van-trúuðu; engin hindrun á að eiga sér
stað; frelsið er brenni-depill trúarinnar”.
D’Aubigné, 9. bók, 7. kap.
D’Aubigné, 9. bók, 7. kap.
D’Aubigné, 9. bók, 8. kap.