Siðabótin heldur áfram á þýzkalandi
103
Það varð brátt hljóðbært í Wittenberg að Lúter væri kominn aftur
og ætlaði að fara að prédika. Fólk þyrptist að úr öllum áttum og
kirkjan þar sem hann prédikaði var svo full að fjöldi varð frá að
hverfa. Þegar hann kom upp í ræðustólinn talaði hann stillilega og
var-lega í mesta máta; eggjaði þó til trúar og staðfestu og setti ofan
í við þá, sem létu afvegaleiðast. Um suma þá sem gripið höfðu til
ofbeldis í því að afnema kaþólskar messur, sagði hann:
“
Þessar messur eru illar og Guði vanþóknanlegar; þær ættu að
vera lagðar niður og eg vildi óska að í stað þeirra kæmi alstaðar
kveldmáltíð Drottins; en látum oss ekki hrekja neinn frá þeim með
ofbeldi. Vér verðum að láta þetta mál vera í hendi Drottins; orð hans
verður að framkvæma en ekki vér. Þér spyrjið ef til vill hvers vegna.
Það er vegna þess að eg hefi ekki hjörtu manna í hendi mér svo sem
leirkerasmiðurinn heldur á kerinu. Vér höfum rétt til þess að tala,
en vér höfum ekki rétt til þess að framkvæma. Látum oss prédika;
hitt heyrir Guði til. Ef vér beitum ofbeldi, hvað gæti eg unnið með
því? Yfirskin, fettur og brettur, helgisiðir, stælingar, mannasetningar
og hræsni eru afleiðingarnar af slíkri að- ferð. En því fylgdi engin
[145]
hjartans einlægni; engin sönn trú, enginn kærleikur. Þar sem þetta
þrent brestur, þar brestur alt, og eg vildi ekki gefa eyris virði fyrir
þess konar ávexti. Guð afrekar meira aðeins með orði sínu en eg og
þú og allur heimur getur gert með sameinuðu afli sínu. Guð snertir
hjartað og vinnur það og þegar hjartað er unnið þá er alt unnið”.
Dag eftir dag í heila viku hélt Lúter áfram að pré-dika fyrir
athugulum áheyrendum og altaf var húsfullir. Guðs orð, hreint og
óblandað sefaði ofsa þann sem æsinga-mennirnir höfðu kveikt; kraft-
ur gleðiboðskaparins leiddi aftur til sjálfs sín hið afvegaleidda fólk
og vísaði því á leið sannleikans.
Lúter lét sér ekkert ant um að mæta ofstækismönn-um þeim, sem
svo miklu illu höfðu komið til leiðar. Hann vissi að þeir voru menn
sem ekki höfðu heilbrigða dóm-greind; hann vissi að þeir vöru menn
sem ekki höfðu taumhald á tilfinningum sínum og ástríðum; þeir
þóttust vera sérstaklega upplýstir frá Guði, en þoldu þó ekki hin
minstu andmæli, og jafnvel ekki hinar allra vægustu að-finningar
eða ráðleggingar. Með hroka þóttust þeir vera æðri og vita meira en
aðrir menn og kröfðust þess að allir tækju það gott og gilt sem þeir
D’Aubigné, 9. bók, 8. kap.