Page 108 - Deilan mikla (1911)

104
Deilan mikla
kendu og gerðu, án mótmæla eða rannsóknar. En þegar þeir kröfðust
þess að fá að tala við Lúter, þá lét hann það eftir þeim og kom til
fundar við þá; og svo fullkomlega og auðsælega opinberaði hann
yfirskyn þeirra að þessir falsspámenn hypjuðu sig tafarlaust í burtu
frá Wittenberg.
Þegar Lúter kom frá Wartburg, lauk hann við þýðingu sína á nýja
testamentinu, og var gleðiboðskap-urinn litlu síðar fenginn þýzku
þjóðinni á hennar eigin máli. Þessari þýðingu var veitt móttaka með
hinum mesta fögnuði af öllum þeim er unnu sannleikanum; en henni
var hrundið frá sér með fyrirlitningu af þeim, sem mest dýrkuðu
mannasetningar og hégiljur.
Prestarnir voru í háa lofti yfir því að alþýða manna gæti nú talað
við þá um Guðs orð og ráðstafanir Drottins, og yfir því að van-
þekking sjálfra þeirra skyldi þannig vera opinberuð. Vopn hinnar
mannlegu röksemdafærslu voru afllaus gegn sverði andans. Róm-
verska kirkjan stefndi saman öllum sínum foringjum til þess að finna
[146]
ráð á móti útbreiðslu biblíunnar; en bannfæringar, laga-boð, píslir
og hnefaréttur voru til einskis. Því meiri áherzlu sem kirkjan lagði á
það að hindra útbreiðslu heil-agrar ritningar, því ákafara varð fólkið
að vita hvað í henni væri og hvað hún boðaði; ákafinn óx daglega
eftir því að sjá það og lesa með eigin augum. Fólkið hafði með
sér biblíuna hvar sem það fór, las hana og marglas, og hætti ekki
fyr en það hafði lært utan að marga kafla. Lúter sá hversu vel nýja
testamentinu var tekið, og byrjaði hann því tafarlaust á því að þýða
gamla testa-mentið líka og gefa það út í pörtum eða smá heftum
jafn-ótt og hann þýddi.
Ritum Lúters var jafn vel tekið í bæjum og bygðum: “pað sem
hann og félagar hans rituðu, útbreiddu aðrir, Munkar sem fundu
til þess að klaustureiðarnir voru ólög-legir og þráðu að losna við
kyrsetulífið og lifa aftur starfandi lífi, en voru of fávitrir til þess
að prédika orð Drottins, ferðuðust um landið; komu í smábæi og
þorp og seldu þar bækur Lúters og vina hans. Heilir hópar þessara
ferðasala voru þegar um alt Þýzkaland”.
Þessi rit voru lesin af ríkum jafnt sem fátækum með hinni mestu
athygli; lærðir ekki síður en fáfróðir sóktust eftir þeim. Kennararnir
í borgunum lásu þau á nóttunni upphátt í áheyrn þeirra, sem í því
D’Aubigné, 9. bók, 11. kap.