Page 109 - Deilan mikla (1911)

Siðabótin heldur áfram á þýzkalandi
105
skyni komu saman. Þeir sem sannfærðir urðu um sannleika Guðs
orðs, fyltust brennandi þrá til þess að láta aðra njóta þeirrar sömu
sælu, sem þeir nutu sjálfir; sögðu þeir því öllum sem þeir kyntust
það sem þeir höfðu lesið og lært, og þannig barst gleðiboðskapurinn
mann frá manni.
Fólk af öllum stéttum hafði nú fengið biblíuna og las hana með
mestu athygli og varði það kenningar sið-bótarinnar gegn þeim er
hana ofsóttu. Páfakirkjan hafði haft bá reglu að láta prestana eina
eða munkana lesa Guðs orð. Krafðist hún þess nú af þeim að þeir
kæmu fram með þekkingu sína og mótmæltu þessari nýju kenningu.
En bæði vegna vanþekkingar á sannleika biblíunnar og alveldi Guðs,
mishepnaðist klerkunum það algerlega að bæla niður kenningar
þeirra, sem þeir höfðu lýst yfir að væru fáfróðir og trúlausir, og
þeir féllu flatir fyrir rök- semdum þeirra hvar og hvenær sem var:
[147]
Því var mið-ur”, sagði kaþólskur höfundur, “að Lúter hafði kent
fólkinu að treysta engum og engu nema hinu heiiaga Guðs orði”.
Fjöldi fó ks safnaðist saman til þess að hlusta á menn sem ekki voru
mikið lærðir og heyra þa rökræða við hina mælsku guðfræðinga.
Hin vanvirðulega fávizka þessara miklu manna kom greinilega í ljós
þegar röksemdum þeirra mættu hinar einföldu kenningar Guðs orðs.
Óbreyttir verkamenn, hermenn, konur og jafnvel börn vissu meira í
biblíunni og kenningum hennar, en þessir lærðu klerkar.
Þegar rómversku klerkarnir sáu afl sitt þannig lam-að, sneru þeir
sér til dómaranna um liðveizlu og reyndu öll möguleg ráð til þess
að ná aftur töglum og högldum. En fólkið hafði fundið það í hinum
nýju kenningum, sem það hafði hungrað og þyrst eftir, og það sneri
nú ger-samlega bakinu við þeim, sem svo lengi höfðu fætt sálir þess
á hismi og kent því kreddur og mannasetningar í staðinn fyrir Guðs
orð.
Þegar kennendur sannleikans voru ofsóttir, minfust þeir orða
frelsarans sem sagði: “En er þeir ofsækja yður í þessari borg, þá flýið
í hina”.
Ljósið þrengdist al-staðar í gegn um myrkrið. Flóttamenn-
irnir fundu ein-hversstaðar opnar dyr og athvarf og þeir prédikuðu
Krist og boðskap hans hvar sem þeir komu; stundum í kirkj-unum,
eða ef þeim var neitað um þær, þá í húsum ein-stakra manna eða
D’Aubigné, 9. bók, 11. kap.
Matt. 10: 23.