Page 122 - Deilan mikla (1911)

118
Deilan mikla
bótarpostulanna, og náðu kenningar hans um náðarboðskapinn hylli
manna úr öllum áttum og af öllum flokkum; bændur og verka-menn
þýddust þær; höfðingjar og tiginbornir menn einnig.
Systir Franz konungs I., sem þá var stjórnandi á Frakklandi, tók
mótmælenda trú. Konungurinn sjálfur, og drotningin, móðir hans,
virtust um tíma vera kenningunni hliðholl og vöknuðu þegar vonir
í brjósti siðabóta-mannanna um það að Frakkland mundi verða
griðland fagnaðarerindisins. En vonir þeirra rættust ekki í því efni.
Voðalegar ofsóknir og skelfingar biðu lærisveina Krists á Frakklandi.
Svo öldum skifti börðust sannleikurinn og villukenningarnar um
yfirráðin. Hugrakkir menn kröfð-ust fullkomins kenningafrelsis og
geislar sannleikans og trúarhitans dreifðust út frá Meaux í allar áttir.
Margir báru vitni sannleikanum um leið og þeir létu líf sitt á bál-inu.
Þegar þessir trúföstu, kristnu píslarvottar töluð í fyrir mönnum, rétt
áður en þeir létu lífið, heyrðu þá þús-undir manna, sem aldrei höfðu
heyrt gleðiboðskapinn fyr. Að lokum sigraði þó ranglætið og hinn
himneski sannleik-ur var útskúfaður með öllu.
Þjóðin hlaut óheilla uppskeru af því sem hún hafði sáð. Andi
Guðs yfirgaf þá þjóð, sem fyrirlitið hafði náð-argjafir hans og mis-
kunnsemi. Hörmungarnar fengu yfirhönd og allur heimurinn sá ár-
angurinn af því að úti-loka vísvitandi ljós sannleikans. Stríðið á móti
Guðs orði, sem stóð yfir á Frakklandi um margar aldir, endaði með
hinni voðalegu stjórnarbyltingu árið 1793.
Kenningar Lúters féllu í frjóan jarðveg á Hollandi og trúfastir
postular risu þar upp til þess að pré-dika náðarboðskapinn. Frá einu
fylki í Hollandi kom Menno Simons fram sem prédikari; hafði hann
verið prestvígður. Lestur biblíunnar og rit Lúters höfðu haft þau áhrif
[163]
[164]
[165]
á hann að hann gekk undir merki siðabótakenn-inganna. í tuttugu
og fimm ár ferðaðist hann ásamt konu sinni og börnum og varð að
þola alls konar basl og bágindi; auk þess sem hann komst oft í hinn
mesta lífsháska.
Hvergi var siðabótakenmngunum betur tekið en á Hollandi, og
samt urðu kenningar hennar óvíða fyrir skelfilegri ofsóknum en
einmitt þar. Að lesa biblí-una, að hlusta á hana eða prédika úr henni,
eða jafnvei að tala um hana, varðaði dauðadómi. Að biðja til Guðs í
einrúmi, að neita því að falla fram fyrir skurðgoðum, eða að syngja
sálm var einnig dauðasök. Þúsundir manna voru þannig liflátnar á
stjórnartíð Karls V. og Filippusar II.