Siðabótin í öðrum löndum
Siðabótin var ekki einungis bundin við störf Luthers; ekki var
hún heldur svo takmörkuð að hún næði ekki út fyrir landamæri
Þýzkalands. Þegar aðgangur hafði ver-ið opnaður fólkinu að biblí-
unni, þá breiddust hinar marg-víslegu kenningar hennar út um öll
lönd í Evrópu. Sumar þjóðir tóku boðskap hennar með djúpri gleði,
eins og send-ingu frá himnum ofan; annarsstaðar hepnaðist páfaveld
inu að miklu leyti að hindra útbreiðslu hennar, og var þar þekking-
arljós manna á Guðs orði svo að segja með öllu útilokað, með allri
sinni blessun.
Fáeinum vikurn eftir að Lúter fæddist í námu-mannskofa á
Saxlandi, fæddist barn í hjarðmanns kofa í Alpafjöllunum; það var
piltur og nefndur Ulrik Zwingli; var hann til þess útvalinn að koma á
siðabótahreyfing-unni í Svisslandi. Það var með hann eins og Lúter
að þegar hann var ungur maður varð hann prestur í róm-versku kirkj-
unni; en hann lagði alla krafta sína fram til þess að komast að hinum
réttu sannindum Guðs orðs, því hann vissi það vel að sá sem trúað er
fyrir hjörð Drottins, verður að hafa mikla þekkingu.
Fyrst byrjaði
hann kenningu sína í Einsiedeln og síðar í Zurich og hélt því fram
að Guðs orð væri hin eina regla og mælisnúra fyrir trú vorri, líferni
og framferði, og það væri eitt óskeikult. Sömuleiðis að fórnardauði
Krists væri hin eina fullkomna fórn. Bráðlega mætti hann mikilli
mót-stöðu, en verk hans og samverkamanna hans komu starf-inu í
mikla hreyfingu í Svisslandi.
Áður en nafn Lúters þektist á Frakklandi sem siða- bótamanns,
[162]
hafði þegar runnið upp dagsbrún hins mikla starfs. Einn hinna fyrstu
manna, sem það ljós sá, var hinn aldurhnigni maður Lefevre, sem var
kennari við hᘠskólann í Paris. Hann byrjaði að kenna lærisveinum
sín-um biblíuskýringar og hlustuðu sumir þeirra á kenningar hans
rneð mikilli gaumgæfni. Eftir hann látinn héldu lærisveinar hans
kenningunni áfram. Einn þeirra manna var William Farel. Hann
var háttsettur í kirkjunni; biskup í Meaux, samstarfsmaður siða-
Wylie, 8. bók, 5. kap.
117