Page 120 - Deilan mikla (1911)

116
Deilan mikla
erum nú augliti til auglitis við sverðseggjarnar og reiði Djöfulsins,
og fáum það til þess að biðja”.
Frá hinum þögulu stöðvum bænagjörðanna kom sá kraftur, sem
hristi veröldina með sterkum siðabótaöldum. Hinir trúu þjónar Drott-
ins voru þar biðjandi með heilagri ró og treystu fyllilega almætti hans
og fyrirheitum. Meðan baráttan stóð yfir í Augsborg, leið enginn
dagur án þess að Lúter beiddist fyrir þrjár klukkustundir í skemsta
lagi og til þess valdi hann þær stundir, sem hent-ugastar voru til
lesturs. Drottinn heyrði bænahróp þjóna sinna. Hann veitti stjórn-
endum og prestum nað og hugrekki til þess að halda fast fram trú
sinni gegn myrkravöldum þessa heims. Drottinn segir: “Sjá, eg set
hornstein í Síon, valinn og dýrmætan”.
Mótmælend-urnir höfðu í
siðabótaverki sínu bygt á Kristi og öll hlið helvítis megnuðu ekkert
gegn þeim.
[161]
D’Aubigné, 10. bók, 14. kap. (London útgáfa).
1.
Pét 2: 6.