Mótmæli höfðingjanna
115
Á dögum Páls postula var boðskapurinn, sem hann varð að þola
fangelsisvist fyrir, boðaður stjórnendum og höfðingjum keisara-
dæma. Þannig var það í þessu tilfelli. að þær kenningar sem keisarinn
hafði fyrirboðið að pré-dika í kirkjum, voru nú boðaðar opinber-
lega. Það sem margir höfðu álitið að væri jafnvel ekki ómentuðu
fólki sæmilegt að hlusta á, var nú lesið upp í áheyrn stórmenna
og lávarða landsins. Konungar og ríkisráðendur hlýddu á þennan
boðskap; krýndir stjórnendur voru þar sem prédikuðu, og ræðan
var hinn eilífi sannleikur Drottins. Hlöfundur einn kemst þannig að
orði um þetta: “Síðan á dögum postulanna, hefir aldrei verið unnið
stórkostlegra verk né dýrðlegri trúarjátning fram borin”.
Sumir af stjórnendum Þýzkalands snerust til hinnar réttu trúar
—
siðabótarinnar. Sjálfur keisarinn lýsti því yfir að greinar trúarjátn-
ingarinnar eins og hún hefði ver-ið lesin upp væru ekkert annað en
sannleikurinn. Trúar-játningin var býdd á margar tungur og send út
um alla Evrópu. og hefir hún verið viðurkend af miljónum manna
kynslóð eftir kynslóð, sem trúarjátning þeirra.
Eitt af því, sem Lúter hélt fram einarðlegast og ákveðnast var
það að ekkert veraldlegt vald skyldi beðið um vernd fyrir siðabótina
[160]
og aldrei skyldi gripið til vopna hennar vegna. Hann gladdist mjög
yfir því að stjórn-endur landsins skyldu aðhyllast siðabótina og trú-
arjátn-inguna; en þegar þeir stungu upp á því að bindast félags-skap
siðabótinni til varnar sagði hann: “Kenning gleði-boðskaparins á
aðeins að njóta verndar frá hinum alvalda Guði... Því minna sem
menn skifta sér af þeim efnum, því glöggara koma í ljós afskifti
Drottins og vernd hans. Allar opinberar afsóknir eru afleiðing af
lítilmótlegum ótta og syndsamlegu vantrausti”
Þegar voldugir óvinir gengu í félag til þess að eyði-leggja siðabót-
ina, og þúsundir sverða virtust vera dregin úr slíðrum á móti henni,
þá ritaði Lúter þetta: “Djöf-ullinn sendir reiðiskeyti sín; óguðlegir
klerkar sverjast í samsæri og oss er ógnað með stríði. Eggjum fólkið
á það að halda fast og hugrakklega við sannleikann frammi fyrir
hásæti Drottins, með trú og bænum til þess að óvinir vorir verði að
láta oss í friði, sigraðir af Guðs anda. Það sem vér helzt þörfnumst;
það sem oss ríður mest á er ein-læg bæn. Látum fólkið vita að vér
D’Aubigné. 14. bók, 7. kap.
D’Aubigné, 10. bók, 14. kap. (London útgáfa).