Page 118 - Deilan mikla (1911)

114
Deilan mikla
þær óeirðir, sem orðið höfðu eftir kirkjuþingið í Speier í Þýzkalandi,
kallaði Karl V. saman ríkisþing í Augsborg, og lýsti hann því yf-
ir að hann ætlaði sjálfur að stjórna því. Þangað var mótmælenda
foringjunum stefnt.
Siðabóta leiðtogarnir höfðu ákveðið að bera fram mál sitt á reglu-
legan hátt og formlega, með tilvitnunum í heilaga ritningu og mæta
þannig frammi fyrir kirkju-þinginu. Yfirlýsingu þeirra átti Lúter
og Melankton að semja, ásamt samverkamönnum þeirra. Þar áttu
mót-mælendur að koma fram með trúarjátningu sína og komu þeir
síðan saman til þess að undirrita skjalið með eigin hendi. Þegar hin
kristnu stórmenni komu saman til þess að undirrita trúarjátninguna
mælti Melankton á þessa leið: “Guðfræðingar og prestar ættu að
stíla þetta skjal; látum aðra einungis skera úr veraldlegum málum”.
Johann af Saxlandi svaraði þá og sagði: “Guð forði þér frá því að
útiloka mig frá því. Eg er reiðubúinn til þess að gera það sem er rétt,
án þess að hugsa hið minsta um þær afleiðingar, sem það kann að
hafa á mitt veraldleg? vald. Eg þrái að játa trú mína á hinn almáttuga.
Kóróna mín og ríkisvöld mín eru mér einskis virði í samanburði við
kross Jesú Krists”. Þegar hann hafði þannig mælt ritaði hann nafn
sitt undir trúarjátninguna. Þá tók ann- ar stjórnandi sér pennann í
[159]
hönd og sagði: “Ef heiður frelsara míns Jesú Krists krefst þess, þá
er eg reiðubúinn að leggja í sölurnar líf og eignir; eg vildi heldur
glata mínum veraldlegu virðingum, tapa þegnum minum og ríki; eg
vildi heldur flýja land feðra minna með staf í hendi, en að viður-
kenna nokkra aðra trú en þá, sem inni-felst í þessari trúarjátningu”.
Þannig var trú og þrek þessara guðsmanna.
Hinn ákveðni tími nálgaðist þegar mæta átti frammi fyrir Karli
keisara V. Hann sat í hásæti sínu og öll stór-menni umhverfis hann
og voru nú siðabótamennirnir kall-aðir fram fyrir hann, til þess að
bera fram mótmæli sín. Trúarjátning þeirra var lesin upp. Á þessari
hátíðlegu samkomu voru sannindi fagnaðarerindisins greinilega fram
sett og bent var hiklaust á villukenningar páfakirkj-unnar. Sá dagur
hefir réttilega verið nefndur hinn mesti dagur siðbótarinnar, og einn
hinna dýrðlegustu daga í sögu kristninnar og mannkynsins yfir höfuð.
D’Aubigné. 14. bók, 6. kap.
D’Aubigné. 14. bók, 7. kap.