Mótmæli höfðingjanna
113
réttar allra manna til þess að tilbiðja Guð í samræmi við raddir
sinn-ar eigin samvizku.
Yfirlýsingin hafði verið gerð. Hún var rituð á minni þúsunda,
sem heyrt höfðu og hún var skráð í bók Drottins á himnum, þar sem
engar mannlegar ofsóknir gátu raskað henni né afnumið hana. Allur
hinn sannkristni heimur í Þýzkalandi meðtók þessi mótmæli sem
rétta trúarjátningu. Alstaðar sáu menn í þessari yfirlýsingu roða fyrir
nýjum degi. Einn af foringjunum á þinginu í Speier mælti á þessa leið
við mótmælendurna: “Megi náð hins miskunnsama Guðs, sem hefir
veitt yður þrek til þess að játa trú yðar óhikað og hreinskilnislega,
einnig veita yður staðfestu til þess að halda áfram sem sann-kristnir
menn til daganna enda”.
Ef siðabótamennirnir hefðu verið haltrandi og reynt að sækjast
eftir hylli heimsins, eftir að þeir voru búnir að ryðja brautina að
nokkru leyti, þá hefðu þeir verið ótrúir bæði Guði og sjálfum sér, og
þá hefðu þeir eyðilagt siða-bótina sjálfa í byrjun. Reynsla þessara
göfugu siðabóta-manna er lærdómsrík um allar komandi aldir. Vegir
Djöfulsins til þess að vinna á móti guðsríki eru þann dag í dag hinir
sömu og þeir voru þá. Óvinurinn er eins mikið á móti því að biblían
sé höfð sem regla og mælisnúra fyrir líferni manna og hann var á
sextándu öldinni. Á vorum tímum er mikill munur á kenningum
manna og lífsreglum í hinum kristna heimi, frá því sem var, og
[158]
stór þörf er á afturhvarfi til hinnar sönnu mótmælenda trúar; þörf á
afturhvarfi til grundvallar trúarinnar, sem er biblían og biblían ein;
hún og ekkert annað er reglan fyrir trú manna og skyldum. Djöfullinn
vinnur enn þann dag í dag með öllum þeim meðulum sem hann hefir
yfir að ráða, til þess að eyðileggja trúarbragðafrelsi. Afl antikristsins.
sem mótmælendurnir í Speier hrundu frá sér, er nú að reyna með
auknum og endurvöktum kröft-um að ná yfirráðunum aftur. Sama
staðfestan við Guðs orð, sem fram kom á tímum siðabótarinnar er
hin eina von um siðabót á vorum dögum.
Siðabótin átti það fyrir sér að liggja að láta meira til sín taka
meðal hinna voldugu manna hér í heimi. Höfð-ingjum þeim sem
siðabótinni fylgdu hafði verið synjað um áheyrn af Ferdinand kon-
ungi; en þeim auðnaðist að bera mál sitt fram fyrir keisarann og þing
hinna sam-einuðu stórmenna kirkju og ríkis. Til þess að bæla niður
D’Aubigné, 13. bók, 6. kap.