Page 116 - Deilan mikla (1911)

112
Deilan mikla
hégómi sem fyrir kemur gagnvart honum fellur eins og hismi til
jarðar fyrir augliti Guðs”.
Af þessum ástæðum höfnum vér því oki, sem á oss er lagt”.
Samt sem áður vonumst vér eftir því að hans hátign, keisarinn, komi
fram gagnvart oss eins og kristn-um manni sæmir, sem elskar Guð
yfir alla hluti fram. Og vér lýsum því yfir að vér erum til þess búnir
að auð-sýna yður, náðugu herrar, alla auðsveipni, undirgefni, og
hollustu sem réttlæti og samvizka vor telur rétt að vera og skyldugt”.
Þetta hafði djúp áhrif á ríkisþingið. Meiri hluti þeirra sem par
voru undruðust og skelfdust hina miklu dirfsku, sem lýsti sér í fram-
komu mótmælendanna. Fram-tíðin rann upp þeim fyrir hugskots-
sjónum óróasöm og full af mótþróa. Þeim virtist sem sundrung,
deilur og blóðsúthellingar væru óhjákvæmilegar. En siðabótamenn-
irnir voru sannfærðir um málstað sinn; þeir treystu vernd Guðs síns
hins almáttuga og voru fullir hugrekkis og styrkleika.
Grundvöllurinn undir þessum frægu mótmælum eru sjálft hjarta
og líf mótmælendatrúarinnar. Mótmælend-ur settu sig upp á móti
tvennum mannlegum villukenn-ingum að því er trú snerti; hin fyrri
er frekja hinna óhlutvöndu dómara, en hin síðari hið takmarkalausa
vald kirk junnar. Gegn þessu kom mótmælendatrúin með kraft sam-
vizkunnar, sem æðra vald en dómaranna, og veldi Guðs orðs yfir
[155]
[156]
[157]
hinni sýnilegu kirkju. Í fyrsta lagi neita mótmælin veraldlegu valdi
í trúarefnum og guðlegum jnálum og segja með spámönnunum og
postulunum: “Fremur ber að hlýða Guði en mönnum”. Frammi fyr-
ir kórónu Karls V. hefja mótmælin á loft kórónu Jesú Krists. En
þau fara lengra; þau leggja grundvöllinn að þeirri kenningu að all-
ar mannlegar setningar skuli lúta í lægra haldi fyrir spámönnum
Drottins”.
Mótmælendurnir höfðu einnig lýst því yfir að þeir hefðu
fullkominn rétt til þess að lýsa yfir og prédika sannfæring sína um
sann-leikann. Þeir sögðust ekki einungis trúa og hlýða, heldur einnig
kenna það sem Guðs orð fyrirskipaði; og þeir neituðu heimild klerka
og dómara til þess að hindra slík-ar kenningar. Mótmælin í Speier
voru helgir vitnisburðir gegn trúarbragða ofsóknum og yfirlýsing
D’Aubigné, 13. bók, 6. kap.
D’Aubigné, 13. bók, 6. kap.