Page 115 - Deilan mikla (1911)

Mótmæli höfðingjanna
111
Á ríkisþinginu lýsti konungurinn því yfir að síð-ustu við rík-
isstjórann og vini hans, að bannið yrði bráð-lega samið og gefið
út sem alríkisbann, og að engar und-anfærslur væru mögulegar frá
því að hlýða úrskurði meiri hlutans. Þegar hann hafði þannig mælt,
fór hann burt af ríkisþinginu, og veitti siðabótamönnunum ekkert
tækifæri til svars eða umhugsunar. Þeir sendu nefnd til konungsins
og báðu hann að koma aftur, en það var árang-urslaust. Hann svaraði
beiðni þeirra að eins á þessa leið: “Þetta mál er útkljáð; undirgefni
er eina ráðið”.
Með því að Ferdinand hafði afsagt að taka tillit til samvizku og
sannfæringar þeirra foringja, sem siðbótinni fylgdu, ákváðu þeir að
skeyta því ekki þótt hann væri fjarverandi, heldur koma fram með
mótmæli sín fyrir þjóðþinginu tafarlaust. Hátíðleg yfirlýsing var því
sam-in og lesin upp á ríkisþinginu. Var hún á þessa leið:
Vér mótmælum í viðurvist þeirra, sem hér eru staddir, frammi
fyrir Guði, sem er vor eiginn skapari, verndari, frelsari og endur-
lausnari; frammi fyrir honum sem á vorum tíma verður dómari vor;
vér mótmælum í viðurvist allra manna og allra skepna og lýsum
því yfir að hvorki vér sjálfir né fólk vort, samþykkjum né fylg. i-um
banni því, sem hér er til umræðu í nokkru því, sem er gagnstætt
Guði; hans heilaga orði, vorri sönnu samvizku eða sáluhjálp vorri”.
Meira að segja, vér bætum því við að vér stað-hæfum, að þegar
hinn almáttugi Guð kallar mann til þekkingar á sér, hvers vegna
skyldi hann þá ekki hafa kallað þennan? Engin kenning er til nema
[154]
sú, sem er samþýðanleg við Guðs orð Drottinn fyrirbýður nokkra
aðra kenningu ... Heilög ritning ætti að vera skýrð og gerð skiljanleg.
Þessi heilaga bók, sem er í öllu nauðsynleg hinum kristna manni,
auðskilin og til þess ætluð að dreifa myrkrinu. Vér erum ákveðnir
í því með náð Drottins að halda áfram að prédika hið hreina og
ákveðna orð hins heilaga Guðs, eins og það er í ritningunni — í
gamla og nýja testamentinu, án þess að bæta nokkru við það, sem
vera mætti á móti því. Þetta orð er hinn eini sannleikur; pað er hin
áreiðanlega regla og mælisnúra fyrir allri breytni og öllu líferni og
öllum kenningum, og getur aldrei brugðist oss né blekt oss. Sá sem
byggir á þeim grundvelli getur staðist öll öfl helvítis, þar sem allur
D’Aubigné, 13. bók, 5. kap.