Page 114 - Deilan mikla (1911)

110
Deilan mikla
sem í því gerðu sig seka yrðu að sæta fangelsisvist og trúarvilludóm-
um. Var það mögulegt að þeir sem fyrir siðbótinni stóðu samþyktu
trúarfrelsi aðeins á vissum stöðum eða svæðum? Var það mögulegt
að þeir ættu að samþykkja að ekki skyldu fleiri snúast til hinna nýju
sannleikskenninga? Það að gera þetta hefði verið að svíkja málefni
kristindómsins og náðarboðskaparins, einmitt á þeim tíma þegar
mest reið á að standa stöðugur og óbifanlegur.
Heldur en að gera
sig seka í slíku vildu þeir leggja alt í sölurnar, jafnvel ríkið, kórónur
sínar og líf sitt.
Vér skulum berjast á móti þessu banni”, sögðu hinir heldri
menn, sem siðabótinni fylgdu. “Þegar um samvizkuspursmál er að
ræða er ekki hægt að þvinga með atkvæðamagni”. Og fulltrúarnir
sögðu: “pað eru ákvarð-anir frá 1526, sem vér erum bundnir við;
þeim eigum vér að þakka þann frið, sem ríki vort hefir notið og
nýtur. Væri þeim ákvörðunum breytt, þá kæmi upp í Þýzkalandi alls
konar sundrung og ógæfa. Þetta ríkisþing hefir ekkert vald til þess
að afnema trúarfrelsi; það verður að bíða til aðalkirkjuþings.
Það
er skylda ríkisins að vernda trúarfrelsi og samvizkufrelsi, og lengra
en þetta getur það ekki farið að því er trúarbrögð snertir. Hvaða
kirkju-vald, sem reynir að beita valdi sínu þannig að þvinga til vissra
helgisiða með borgaralegum lögum, fórnar aðal-grundvelli þeim,
sem hin kristna kirkja er bygð á og hefir svo drengilega barist fyrir.
Ferdinand konungur var fulltrúi keisarans á ríkis- þinginu; hann
[153]
sá það að þessi aðferð mundi orsaka afar-mikla sundrung, nema því
að eins að stjórnendurnir fengi-ust til þess að samþykkja hana og
veita henni fylgi sitt. Hann reyndi því að sannfæra þá með góðu, því
hann vissi að ef beita ætti ofbeldi við slíka menn, þá mundu þeir
verða enn ákveðnari í stefnu sinni. Hann grátbændi þá um að fallast
á bannið, og kvaðst geta fullvissað þá um að þeir gætu á þann hátt
náð hylli og vináttu keisarans. En þessir trúföstu menn viðurkendu
annað æðra vald en hið jarðneska og þeir svöruðu stillilega: “Vér
skulum hlýða öllum þeim boðum keisarans, sem að því stuðla að
halda við friði og heiðra Guð vorn”.
Wylie, 9. bók, 15. kap.
D’Aubigné, 13. bók, 5. kap
D’Aubigné, 13. bók, 5. kap
D’Aubigné, 13. bók, 5. kap.