Mótmæli höfðingjanna
109
hættu, þar skyldu að minsta kosti ekki leyfð frekari siðabótastörf.
Siða-bótamennirnir máttu ekki hreyfa við neinu atriði, sem deilur
gæti vakið; þeir máttu ekki setja sig upp á móti helgimessum og
það var harðlega bannað að nokkur kaþólskur maður tæki þá trú er
Lúter boðaði.
Þetta var samþykt á kirkjuþinginu, og var það hinum
kaþólsku höfðingjum mikið fagnaðarefni.
Væri þessum ráðstöfunum stranglega framfylgt var hvorki hægt
að útbreiða siðbótina þar sem hún var, né heldur var hægt að byrja
kenningu hennar, þar sem hún hafði enn ekki verið boðuð.
Málfrelsi
var bannað; sam-tal um þessi efni var óleyfilegt, og urðu siðbóta-
mennirnir tafarlaust að beygja sig undir þessi svokölluðu lög. Það
var sem ljós þessa heims hefði nú slökt verið. Aftur hafði rómverska
klerkavaldið með óskeikulleika kenning-unni náð föstum tökum
með öllum sínum viðurstygðum; og ekki var um það að efast að
brátt yrðu fundin ráð til þess að reyna að eyðileggja það starf, sem
þegar hafði verið hafið, og sem nú var verið að veikja og lama, Ráðin
til þess voru ofstæki og sundrung.
Þegar þeir sem náðarboðskapnum fylgdu komu sam-an til þess að
ráða ráðum sínum, vissu þeir ekki hvað til bragðs ætti að taka. Þeim
höfðu fallist hendur í bráðina og horfðust þeir í augu við ofsóknir
og skelfingu. Þeir spurði hverir aðra á þessa leið: “Hvað getum vér
gert? “ Hér var um velferðarmál mannkynsins að ræða. Áttu foringjar
siðabótarinnar að láta undan og beygja sig undir þetta bann? Ekki
hefði mátt miklu muna á þessum afskaplegu reynslutímum, til þess
að foringjar siðabótar-innar tækju til óheillaráða. Þeir hefðu getað
komið fram með margar og sterkar ástæður fyrir því að uppgjöf væri
[152]
eina úrræðið.
Til allrar hamingju viðurkendu menn það að grund-völlurinn,
sem þetta var bygt á, væri rangur. Hvaða grundvöllur var það? Það
var hinn svokallaði réttur páf-ans í Róm, til þess að ráða yfir sam-
vizkum manna, og vald hans til þess að fyrirbjóða frjálsa rannsókn.
Það að sam-þykkja þessa svokölluðu samninga, hefði verið viður-
kenning fyrir því að siðbótin og trúarfrelsið ætti einungis að vera
bundið við Saxland, en á öðrum stöðum hins kristna heims átti frjáls
rannsókn og játning hinnar end-urbættu trúar að vera glæpur, og allir
D’Aubigné, 13. bók, 5 kap.
D’Aubigné, 13. bók, 5 kap.
Wylie, 9. bók, 15. kap.