108
Deilan mikla
Þetta var fagnaðarstund páfaveldisins; fulltrúar þess komu fram
á þinginu í Speier afarfjölmennir og lýstu opinberlega yfir fjandskap
sínum gegn siðabótinni og öll-um þeim er henni fylgdu. Melankton
mælti á þessa leið: “Vér erum hismi og hrat veraldarinnar, en Kristur
lítur í náð sinni á fólk sitt og mun vernda það”.
Þeim stjórn-
endanna, sem náðarboðskapnum fylgdu og mættir voru á þinginu,
var bannað að prédika hann á heimilum sínum. En fólkið í Speier
hungraði og þyrsti eftir Guðs orði; og þrátt fyrir bannið þyrptist
fjöldi manns til bænagerða í kirkju stjórnandans á Saxlandi.
Þetta hratt málunum áleiðis. Keisarinn sendi yfir-lýsingu til rík-
isþingsins þess efnis, að með því að leyfið um samvizkufrelsið hefði
orðið orsök í ýmsri óreglu, þá væri þess krafist af keisaranum að
leyfið væri afturkall-að. Þetta gjörræðisverk olli germju og hita innan
hinnar evangelisku kirkju.
Trúarbragðafrelsi hafði verið leyft með lögum, þau ríki, sem
höfðu aðhylst siðabótina, voru ákveðin í pví að óhlýðnast banninu
og heimta rétt sinn. Lúter var enn þá í banni því sem yfir honum var
lýst í Worms, og fékk hann ekki að vera á kirkjuþinginu í Speier. En
í stað hans voru þar samverkamenn hans, sem Drottinn hafði vakið
upp til þess að halda á lofti sannindum hans á tímum neyðarinnar.
Hinn göfugi maður Friðrik Sax-landsstióri var dáinn, en hann hafði
jafnan haldið hlífðar-hendi yfir Lúter. Jóhann hét bróðir Friðriks og
eftir-maður og hafði hann fagnað siðabótinni og tekið henni tveim
höndum. Þótt hann væri friðsæll maður þá lét hann ekki á sér standa
að koma fram með drenglyndi og hug-rekki þegar um trúarfrelsi var
að ræða.
Prestarnir kröfðust þess að þau ríki sem viðurkenna höfðu sið-
bótina skyldu beygja sig undir rómverska valdið.
[151]
Siðbótamennirnir aftur á móti kröfðust þess frelsis, sem veitt
hafði verið. Þeir vildu ekki samþykkja það að Róm beygði aftur
undir vald sitt þau ríki, sem höfðu með mik-illi gleði meðtekið orð
Drottins.
Þannig var málum miðlað um síðir að þar sem siða-bótin hafði
ekki verið lögleidd, skyldi framfylgja ákvæð-unum í Worms hlífðar-
laust, og þar sem þegar hafði verið innleiddur boðskapur siðabótar-
innar og ekki væri hægt að bæla hann niður nema með uppreist eða
D’Aubigné, 14. bók, 5. kap.