Mótmæli höfðingjanna
Einhver dýrðlegasti vitnisburður, sem nokkru sinni kom fram
með siðbótinni, voru mótmæli hinna kristnu höfðingja í Þýzkalandi
á þinginu í Speier 1529. Hugrekk-ið, trúin og staðfestan hjá þessum
guðsmönnum ávann hugsunar-og samvizkufrelsi, sem áhrif hafði um
langar aldir á eftir. Mótmæli þeirra urðu til þess, að kirkja siða-bót-
arinnar fékk nafnið: Mótmælendakirkja. Grundvall-ar atriði hennar
eru einmitt mótmæli.
Ógnar tímar og dimmir dagar voru nú upp runnir fyrir siðabótina.
Þrátt fyrir framfarirnar í Róm, sem gerðu Lúter útlægan og bönnuðu
kenningu og útbreiðslu boðskapar hans, hafði þó trúarbragðalegt
umburðarlyndi átt sér stað í Þýzkalandi. Guðs almætti hafði veikt
þau völd sem vildu halda til baka sannleikanum. Karl V. vildi bæla
niður siðbótina, en oftast þegar hann hafði reitt hnefann til höggs
hafði hann fallið máttlaus niður. Aftur og aftur komu fram merki
um það að hver sá er dirfðist að andmæla eða setja sig upp á móti
páfaboðun-um frá Róm, mundi verða bældur niður; en þegar sem
allra ískyggilegast leit út kom fram herlið Tyrkja að austan, eða þá
Frakkakonungur eða jafnvel páfinn sjálf-ur kom með ófriði gegn
Þýzkalandi, vegna þess að þeir sáu ofsjónum yfir vexti og viðgangi
hins mikla ríkis. Þannig var það að mitt í deilum og styrjöldum
þjóðanna hélt siðabótin áfram að blómgast og útbreiðast.
Loksins kom þó þar að hinir voldugu kaþólsku herr-ar komu
á sættum sín á milli, til þess að geta beitt sam-eiginlegu afli gegn
siðabótinni. Þingið í Speier 1526 hafði veitt hverju ríki út af fyrir
[150]
sig fult frelsi í trúmálum, þangað til aðalþingið kæmi saman; en
jafnskjótt og þessi yfirlýsing var gerð kallaði keisarinn saman þing í
Speier 1529 í þeim tilgangi að bæla niður villutrú. Hugmyndin var
að fá höfðingjana til þess með góðu ef hægt væri að úrskurða á móti
siðbótinni, en ef það tækist ekki, þá ætl-aði Karl að grípa til vopna í
því skyni.
D’Aubigné, 13. bók, 6. kap.
107