Page 123 - Deilan mikla (1911)

Siðabótin í öðrum löndum
119
En eftir því sem æði og ofsi þeirra, sem ofsóttu krist-indóminn
óx og magnaðist, eftir því voru siðabótamenn-irnir og píslarvottarnir
einbeittari. Það voru ekki ein-ungis hraustir karlmenn, heldur einnig
veiklaðar konur og ístöðulitlar stúlkur, sem komu fram eins og sannar
hetjur með óbilandi kjarki og hugrekki. Eins og á þeim dögum þegar
heiðindómurinn reyndi að gjöreyða kristindómin-um, eins var það
nú að því leyti að blóð hinna kristnu píslarvotta varð að sæði, sem
bar margfaldan ávöxt. Loksins kom þar að trúarbragðafrelsi fékst á
Skotlandi, fyrir aðgerðir hins göfuga stjórnanda Vilhjálms af Oraníu.
Í Piedmont fjöllunum; uppi á frakknesku hásléttun-um og á
ströndunum á Hollandi steig andi siðabótarinnar áfram stórum skref-
um fyrir áhrif þess blóðs, sem hennar vegna var úthelt. En í löndunum
þar norður af átti siða-bótin friðsamari viðtökum að fagna. Þegar
námsmenn frá Wittenberg komu heim til sín aftur, fluttu þeir siða-
bótakenningarnar til Norðurlanda. Rit Lúters breiddu einnig út ljós
þekkingarinnar. Hinar óbrotnu, harðfengu þjóðir á Norðurlöndum,
létu af þeim siðum er spillingu og ólifnað höfðu í för með sér; þeim
siðum, sem voru undir áhrifum hins ólöglega lífernis og hjátrúar
rómversku kirkjunnar; þessar þjóðir tóku fegins hendi móti hinum
hreinu og óbrotnu kenningum guðspjallanna. Þeim féllu vel í geð
hinar lífgandi og skiljanlegu kenningar hinnar sönnu trúar.
Tausen, siðabótapostulinn mikli í Danmörku var bóndasonur.
[166]
Hann fór til Köln til þess að mentast, og var þar einn sterkasti staður
rómversku kirkjunnar. Hann varð þar brátt óánægður yfir þeirri þoku
og óskilj-anleik, sem hvíldi yfir öllu kennjngakerfi lærðu mann-anna.
Hann náði í rit Lúters og las þau með djúpri hugs-un og einlægri
athygli. Svo mikið fanst honum um þessi rit að hann afréð að fara
til hins þýzka siðabótamanns og læra beinlínis af honum. Innan
skamms tíma var hann orðinn einn af nemendum við háskólann í
Wittenberg. Þegar hann kom aftur til Danmerkur prédikaði hann
Krist, sem hina einu sáluhjálp syndugra manna.
Tilraunir páfafulltrúanna til þess að reyna að koma í veg fyrir
kenningar hans, urðu einmitt til þess að út-breiða þær, og áður en
langt leið lýsti danska þjóðin því yfir að hún tæki siðabóta trúna.
Í Svíþjóð komu einnig fram ungir menn, sem staðið höfðu við
uppsprettulindirnar í Wittenberg og fluttu lífs-ins vatn til samlanda
sinna. Tveir hinna svensku siða-bótamanna nutu beinnar kenslu hjá
Lúter sjálfum og Melankton; þeir hétu Olaf ur og Lárentius Petri.